Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 12
kvæmt tillögu allsherjarnefndar n. d., er taldi réttara, að Alþingi fjallaði um málið í hvert sinn, sem nauðsyn bæri til að taka jarðhita eignarnámi (Alþt. 1940 B, bls. 554). Af fx-amangreindum ákvæðum 1. 98/1940 er ljóst, að þau bjóða og byggja á því, að jarðhiti sé háður einstaklings eignarrétti — að hann heyri til landsgæðum og fylgi eign- arrétti að þeirri jörð eða því landi, sem hann er í. Það er og ótvirætt, að þau ákvæði eru ekki takmörkuð við hveri og laugar og annan yfirboi’ðsjarðhita, heldur talca og til jarðhita neðan jarðar, þ. e. undir yfirborði jarðar. Þetta verður enn Ijósara, sé tilurðarsaga laganna athuguð. Tilefni þess, að frumvai’p að lögum um eignar- og notk- unarrétt jarðhita var upphaflega flutt, var það, að á Al- þingi 1927 flutti Jakob Möller, þingmaður Reykjavikur, tillögu til þingsályktunar um undirbúning löggjafar um eignar- og afnotarétt jarðhita. Var tillagan svohljóðandi: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa frumvarp til laga um eignar- og afnotarétt jarð- hita.“ (Alþt. 1927 A þskj. 507). Tillaga þessi var samþylckt. í umræðum um þessa tillögu lét Sveinn Olafsson, þing- maður Sunn-Mýlinga, en hann var á sínum tíma í Fossa- nefndinni og var annar þeirra tveggja, er stóðu að áliti minni hluta hennar, svo um mælt: „Hann (þ. e. Jakob Möller) virtist líta svo á, að eftir væri að setja lög um eignar- og afnotarétt hveraorku, en ekki annarrar vatns- orku. En ég lít svo á, að húið sé að setja lög um þetta hvort tveggja með vatnalögunum frá 1923, 9. og 10. gr. Þar er fastákveðinn eignar- og afnotaréttur landeiganda að hverum og meðal annars lagðar á hann þær kvaðir, að láta hveraoi’ku fala í þarfir almennings. Unx sjálfan eignar- og umráðaréttinn tel ég, að sé alveg skýrt ákveðið í þessunx tilvitnuðu greinum vatnalaganna“. Samkvænxt þingsályktunartillögu þessari lét stjórnin semja frumvarp um eignar- og afnotarétt hveraorku og leggja fyrir Alþingi 1928, shr. Alþt. 1928 A þskj. 28. I athugasemdum við frumvarpið er vikið að þeiri'i skoðun, 138

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.