Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 13
sem Sveinn Ölafsson hafði látið uppi á Alþingi 1927. Síð- an segir: „Þótt stjórnin verði að viðurkenng, að i um- ræddum 2 greinum vatnalaganna og fleirum ákvæðum þeirra felist bein og bindandi lagaákvæði um eignar- og umráðarétt hveraorku, þá verða þau ekki talin fullnægj- andi að öllu leyti, fari hveranotkun i vöxt til nokkurra muna, eins og útlit er fyrir“. Þetta frumvarp var því, eins og vænta mátti, byggt á því, að eignarrétti að landi fylgdi einnig réttur til jarðhita i landi jarðarinnar og var í meginatriðum svipaðs efnis og 1. 98/1940, sem áður er lýst. 1 frumvarpinu voru þó lagð- ar öllu meiri takmarkanir á eignarréttinn. I 7. gr. frumvarpsins var þannig heimild fyrir héraðs- stjórn til að taka hveraorku eignarnámi með samþykki ráðherra, þó svo, að landeigandi héldi nægilegum jarðhita eftir til eigin nota. í 8. gr. frumvarpsins var eignarnámsheimild fyrir rikið, ef hveraorka er meiri en svo að hún nægi landeiganda og héraðsbúum. 1 10. gr. frumvarpsins var ríkinu veittur réttur til að láta rannsaka hveraorku með borun eða á annan hátt, hvar sem er á landinu. Samkvæmt 12. gr. frumvarpsins var lögreglustjóra veitt heimild til að veita öðrum en landeiganda leyfi til borun- ar. Öðlast slíkur leyfishafi forgöngurétt til virkjunar á þeim jarðhita, er hann finnur. Leyfishafi á að greiða full- ar bætur fyrir átroðning, er landeigandi kann að verða fyrir, og þau óþægindi, er hann kann að baka öðrum með rannsóknum sínum eða með hagnýtingu jarðhitans. 1 athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins segir svo: „Sú regla, að landeigandi hafi fullan umráða- og afnotarétt á hverum í landareign sinni, er í fullu samræmi við forn lög vor og núgildandi lög, samkvæmt 9. og 10. gr. vatna- laganna“. I athugasemdum við 3. gr. frumvarpsins var m. a. kom- 139

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.