Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 17

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 17
98/1940 taka bæði til jarðhita ofan jarðar og neðan, þa er ekki þar með sagt, hversu langt i jörð niður eignarráð landeiganda nái almennt, né hversu djúpt í jörð hann megi sækja jarðhita. I islenzkri löggjöf eru engin ákvæði um það, hversu langt i jörð niður eignarráð landeiganda nái. Þar af verð- ur þó ekki dregin sú álvktun, að þeim séu engin takmörk sett. Um þetta atriði segir Ölafur prófessor Lárusson svo í Eignarétti, bls. 46, er hann hefur vitnað til 1. 40/1907 § 16, 1. 50/1909, 1. 16/1940 og 1. 98/1940: „Með hliðsjón af þessum ákvæðum virðist almenna reglan vera sú, að eign- arráð landeiganda nái svo langt niður, sem nauðsynlegt er að leyfa honum þau til þess að hann geti haft þau not af landi sínu, sem heyra til venjulegrar hagnýtingar á eignarrétti yfir fasteignum“. Líklegt er, að stuðzt verði við þessa reglu, sé eigi á annan veg mælt í lögum. Þar sem sagt er, að þetta sé „almenna reglan“, sýnist gert ráð fyrir því, að undantekningar frá henni geti komið til. Mætti hugsa sér þær undantekningar þannig, að umráða- eða eignarrétturinn i ákveðnar áttir eða um tiltekin verðmæti væri takmarkaður við alveg ákveðið dýpi, t. d. tiltekna tölu metra eða faðma, eða jafn- vel þannig, að einstök efni undir yfirborði jarðar væru algerlega undanskilin. Framangreind regla virðist eðlileg, en er þó nokkuð teygjanleg, sem raunar er við að húast, meðan ekki er við að styðjast reglu í settum lögum. Það getur sjálfsagt verið álitamál, hvað telja eigi til venjulegr- ar hagnýtingar á eignarrétti yfir fasteign. Á að telja nýt- ing jarðhita, sem sækja verður djúpt í jörð, til venjulegr- ar hagnýtingar í þessu sambandi? Þeirri spurningu verð- ur ekki svarað með öruggri vissu, en líklega er þó rétt að svara henni neitandi. Virðist eðlilegra að skilja fram- angreinda reglu svo, að þar sé átt við venjulega hagnýt- ingu fasteigna yfirleitt. En auk þess mundi einkaeign á jarðhita í ótakmarkað dýpi leiða til ýmis konar árekstra. 143

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.