Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 20
utanríkisráðuneytinu í Róm, gilda ákvæði námulaga um leit að jarðhita og hagnýtingu hans. Eru gildandi námu- lög frá 27. júlí 1927 sbr. 1. frá 20. febr. 1939 (provisions for the search and working of mines, quarries and peat- deposits). I 2. gr. 3. lið þeirra laga er beinlinis tekið fram, að ákvæðin um námur „mines“ eigi við um leit að jarð- gufu og lieitu vatni og hagnýting jarðhita. Meginregla hinna ítölsku námulaga er sú, að leyfi stjórn- arvalda þurfi bæði til leitar og vinnslu jarðefna, þ. á. m. jarðhita, sbr. 4. og 14. gr. laganna. Landeigandi virðist ekki án sliks leyfis mega leita að jarðhita neðan jarðar og hagnýta hann. Sá, sem fengið hefur leitarleyfi, liefur forgangsrétt til að fá hagnýtingarleyfi, hvort lieldur um er að ræða málmnám eða vinnslu jarðhita, sbr. 16. gr. laganna. Leyfi eru veitt af ráðlierra iðnaðarmála að feng- inni umsögn námumálaráðsins, sbr. 18. gr. Landeigandi sýnist aðeins eiga bótarétt fyrir landspjöll, en ekki fyrir töku málma, jarðgufu, eða heits vatns, sem sækja verður undir yfirborð jarðar. Frá meginreglunni um umráðarétt ríkisins er gerð undantekning, að því er varðar grjótnám- ur og mógrafir, sbr. 45. gr. laganna. I þeim tilfellum er réttur landeiganda viðurkenndur. Sérleyfi til vinnslu málma eða hagnýtingar jarðhita verða ekki framseld nema með samþykki réttra stjórnar- valda, sbr. 27. gr. laganna. Sérstök álcvæði eru um það, ef námur eða jarðborarnir eru svo nærri hver annarri, að tjón hlýzt af. Aðalreglan er sú, að leyfishafar eiga að reyna að komast að samning- um um starfrækslu fyrirtækjanna. Ef aðilar koma sér eigi saman, getur ráðherra sett þau undir sameiginlega stjórn, sem stýri þeim með hagsmuni allra aðila fyrir augum. Skipting arðs eða halla á milli aðila fer eftir mati. Eftir ítölskum lögum virðast landeigendur samkvæmt þessu ekki taldir eigendur jarðliita, sem sækja verður í jörð niður. 146

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.