Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 25
sbr. Robberstad, Til Ekspropriasjonsretten, bls. 104 og M. Schjödt, Norsk Ekspropriasjonsrett, bls. 214. Sam- kvæmt námulögum geta menn og fengið sérleyfi til þess að vinna málma og málmblendinga úr jörðu. Svíþjóð Svíar munu ekki telja nein ákveðin takmörk fvrir eign- arréttinn niður á við i jörðina. En ekki er talið, að land- eigandi geti bannað mannvirki undir yfirborði jarðar né geti krafizt bóta vegna þess, ef hann hefur ekkert óhag- ræði af mannvirkinu. Til námureksturs þarf leyfi stjórnarvalda. Getur mað- urur fengið það leyfi, þótt námuteigur liggi i annars manns landi, en landeigandi á auk endurgjalds fyrir land, rétt á lögákveðnum bótum — 1% af verði þeirra málma eða málmblendinga, sem unnir eru i námunni -— sbr. 53 gr. sænsku námulaganna. Frakkland Franska borgaralögbókin („code civil“) viðurkennir almennt eignarrétt landeiganda að „þvi, sem er fyrir of- an og neðan“ land hans (552. gr. 1. mgr.). En umráða- rétti landeiganda má setja margvíslegar takmarkanir í lögum og tilskipunum, sbr. 2. og 3. mgr. 552. og 537. gr. code civil. Aðallagaboðin i þessu efni voru upphaflega í frönsku námalögunum frá 21. apríl 1810, en á þeim hafa síðan verið gerðar margar breytingar, m. a. að þyí er varð- ar olíunám. En oliunám má telja einna áþekkast jarðhita- vinnslu, svo sem áður er sagt. Skal því litils háttar vikið að reglum þeim, er um það gilda. Olíuleit og olíunám geta í framkvæmdinni átt sér stað með tvennum hætti — annað hvort af hálfu ríkisins eða af liálfu einstakra aðila samkvæmt sérleyfi. Að vísu er 151

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.