Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 26
það hverjum manni frjálst að nafninu til án nokkurs ieyf-
is að leita að olíu og vinna liana i landi sínu. Lögvernd
þeirra landeigenda, sem ráðast kynnu í oliuleit í landi
sínu, er harla litil, því að ríkið getur veitt öðrum aðilum
rétt til olíuleitar og olíuvinnslu á hinum sömu stöðum.
Landeigandinn á þá, að meginstefnu til, ekki skaðabóta-
rétt fyrir annað en landspjöll og á ekki rétt að bótum fyrir
þann kostnað, sem hann hefur lagt í við oliuleit eða oliu-
nám, sbr. Pierre Sillard í L’Actualité Juridique 1955 nr.
6, bls. 53—57. Um sérleyfin, sem ýmist geta verið leitar-
leyfi eða námaleyfi, eru ýtarleg fyrirmæli í lögunum og
verða þau ákvæði ekki rakin hér. Virðist landeigandi sam-
kvæmt þessu ekki eiga neinn rétt á bótum fyrir olíunám
úr landi sinu. Eignarréttur landeiganda að því, sem er
undir yfirborði lands hans, sætir því takmörkunum að
þessu leyti. Stjórnarskrárákvæði um friðhelgi eignarrétt-
ar hafa eigi verið talin standa því í vegi.
Þýzkaland
Samkvæmt þýzkum rétti tekur eignarréttur landeig-
anda til jarðlaga undir jdirborði jarðar, en talið er, að
landeigandi geti ekki lagt bann við mannvirkjum, sem
eru svo djúpt í jörð, að liann getur enga hagsmuni haft
af því að hindra þau, sbr. borgaralögbókina þýzku
(B. G. B.) § 905. Samkvæmt námulögum eru þó margir
málmar og jarðefni undanskilin eignarrétti landeiganda
og ríkinu áskilinn réttur til vinnslu þeirra, sbr. 1. og 2.
gr. námulaganna (Allgemeine Berggesetz fiir die Preus-
zisehen Staaten) frá 24. júní 1865, ásamt síðari breyting-
um á þeim (Gerhard Dapricli: Das Allgemeine Bergge-
setz 1953). Ljóst er þvi, að svo er litið á, að setja megi
eignarrétti landeiganda á efnum i jörð miklar takmark-
anir og undanskilja þau einstaklings eignarrétti, án þess
að til greina komi neinar bætur til landeiganda, að því er
virðist.
152