Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 27
Svi'ss Svissneska borgaralögbókin segir eignarrétt landeiganda ná svo langt niður sem hann getur haft hagsmuni af að gera eignarrétt gildandi, sbr. Z. G. B. § 667. IV. Eins og sjá má af framansögðu, sbr. II. kafla, er engan veginn ótvirætt, hversu djúpt í jörð niður land- eigandi á nú eignar- og umráðarétt að jarðhita. Um þau mörk geta deilur risið. Enn fremur er Ijóst, að spurning getur verið, hversu víðtækur umráðaréttur landeiganda sé; með öðrum orðum, hverjar skorður verði að setja hon- um vegna liagsmuna annarra landeigenda eða jarðhita- mannvirkja, sem þegar kunna að vera starfrækt. Þegar þessa er gætt og tillit er jafnframt tekið til hinnar stór- kostlegu þýðingu, sem hagnýting jarðhitans getur haft í framtíðinni, liggur i augum uppi, að æskilegt er, að sett séu skýrari og ótviræðari lagaákvæði um eignarrétt og umráðarétt á jarðhita, sem sækja verður í jörð niður. Við þá lagaselningu verður að taka tillit til séreðlis jarðhitans, sem menn þekkja nú betur en áður. Talið er, að jarðliit- inn sé víða á streymi og oft meira eða minna lárétt. Jarð- hitinn getur því streymt um margar landareignir. Djúpar jarðboranir geta því spillt liagnýtingu jarðhita annars stað- ar og jafnvel tæmt jarðhita i mörgum landareignum. Þótt í nýrri lagasetningu væri byggt á sömu höfuðstefnu og áður, að því er eignarrétt að jarðhita varðar, er óhjá- kvæmilegt að setja umráðarétti landeiganda miklu meiri skorður en nú. Þess krefjast almannahagsmunir og tillit til annarra landeigenda. Við setningu löggjafar um eignar- og umráðarétt að jarðhita sýnist annars eðlilegt að hafa einkum þrjú grund- vallaratriði i huga: 1) Varmaþörf landeiganda til heim- ilis og búrekstrar, þar með talinn eðlilegur gróðurhúsa- rekstur bænda; 2 fræðilega skilgreiningu milli þessa jarð- hita, sem staðbundinn er á tiltekinni landareign og hins, sem í eðli sinu verður ekki aðgreindur eftir landareignum, 153

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.