Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Síða 30
Þegar tekið er tillit til framannefndra atriða og þess, að aðrar þjóðir telja jarðhita djúpt í jörð undanslcilinn eignarrétti landeigenda og háðan umráðarétti ríkisins (Nýja Sjáland, Italía og Mexico), virðist eðlilegt, að lög- gjafinn hverfi liér inn á svipaða hraut í þessu efni, þ. e. a. s. dragi hér alveg ákveðna markalínu á milli einstaklings eignarréttar og umráðaréttar ríkisins. Landeigendur ættu sem áður eignarrétt að hverum og laugum og auk þess jarðhita í efstu jarðlögum, sem tiltölulega auðvelt er að sækja, en nægir þó jafnframt til venjulegra heimilis- og búsþarfa, t. d. 100 metra í jörð niður, þ. e. a. s. hinum staðbundna jarðhita, ef svo mætti segja. Hins vegar ætti ríkið eitt eignar- og umráðarétt að jarðhita fyrir neðan þá línu. Þann jarðhita mætti því enginn sækja né nýta nema með leyfi stjórnarvalda. Með þeirri skipan væru einkaeignarétti sett skýr mörk. Hagsmunum þj óðarheildar er vissulega bezt horgið með því, að umráðaréttur þessara dýrmætu orkulinda sé i liöndum þess opinbera — að þær séu sameign þjóðfélags- ins. Skipun þessara mála lijá öðrum þjóðum bendir og i þá átt. Slík skipan væri einnig i samræmi við það, sem víðast hvar gildir um málma og önnur verðmæt jarðefni, sbr. Vinding Kruse, Nordisk Lovhog, bls. 415, og það sem sagt er hér að framan í III. Að vísu virðast íslenzk námu- lög byggð á annarri stefnu, en þess er að gæta, að þau lög eru orðin gömul og þarfnast endurskoðunar og sennilega myndi önnur stefna þar upp tekin, ef menn ættu von veru- legra málmfunda eða annarra dýrmætra jarðefna hér á landi. Þvi verður ekki neitað, að það er sanngjörn regla og í samræmi við eðli máls, að sérstök náttúruauðæfi, sem enginn einstakur hefur átt þátt í að skapa, séu sameign þjóðarinnar allrar. Með slíkri löggjöf væri á hinn bóginn ekki gengið of nærri hagsmunum landeigenda. Þeir héldu eftir, a. m. k. undir öllum venjulegum kringumstæðup', nægilegri orku til sinna eðlilegu þarfa, þ. e. a. s. ef nokkur jarðhiti væri 156
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.