Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 34
af hendi og fékk greiðslu fyrir. Er setja átti kassann upp, komu í ljós erfiðleikar, er ollu því, að sögn J., að S. bað J. að smíða festingar á lcassann. Krafði J. S. nú um endur- gjald fyrir verk þetta, en S. neitaði að greiða. Hóf þá J. málssókn gegn S. S. krafðist sýknu á þeirri forsendu, að J. hefði hvorki smíðað járnkassann né festingarnar fyrir hann. Yæri hann því ekki réttur aðili málsins. Bæri J. að snúa sér til Grinda- víkurhrepps um greiðslu, þar eð verkið hefði verið unnið fyrir hreppinn. Ömótmælt var, að S. hað J. að smíða kassann, svo og festingar á hann siðar. Hins vegar færði S. ekki sönnur að því, að hann hefði vakið athygli J. á því, fyrir hvern smíðin var framkvæmd. Var því talið, að S. sem verk- beiðandi ætti að bera ábyrgð á greiðslu til J. fyrir verkið. (DómurB.Þ.R. 12/4 1955.) Brottfall víxilréttar. — Vangeymsla. F. höfðaði mál gegn G. og S. til greiðslu in solidum á skuld samkvæmt víxli, útgefnum af S. og samþykktum af G. Stefndu kröfðust sýknu. Sýknukröfuna reistu þeir aðallega á því, að svo hefði samizt með þeim og F., að þeir greiddu skuldina sam- kvæmt víxlinum smátt og smátt með bifreiðarakstri í hans þágu. Vörn þessi komst ekki að í málinu gegn andmælum F., þar sem hér var um víxilmál að ræða, sbr. 208. gr. eml. Hins vegar kom í ljós, að víxillinn hafði ekki verið af- sagður. Var því talið, að víxilréttur gagnvart útgefanda væri niður fallinn fyrir vangeymslu, sbr. 70. gr. víxillaga. S. var því sýknaður af kröfum F. í málinu, en hins vegar voru kröfur hans á hendur G. teknar til greina. (Dómur B.Þ.R. 20/3 1956.) 160

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.