Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Qupperneq 35
Skipsleiga.
Með samningi, dags. 13. jan. 1954, seldi B. F. skip sitt
v/s G. á leigu til fiskveiða frá Reykjavík eða Borgarnesi
um 4 mánaða skeið frá 31. jan. 1954 að telja. Hinn 11.
febrúar 1954 varð árekstur á Faxaflóa milli v/s G. og
v/s R. með þeim afleiðingum, að v/s G. fórst. Taldi nú F.,
sem hafði greitt verulegan hluta leigunnar eftir skipið,
er hér var komið, að honum bæri einungis að greiða leigu
eftir það fyrir þann tíma, er hann hefði haft þess not, eða
í 12 daga. Á þetta vildi B. ekki fallast, þar eð orsök þess,
að skipið fórst, hafi eingöngu verið að kenna skipstjórn-
armönnum og skipverjum þess, en á mistökum þeirra
bæri F., sem útgerðarmaður skipsins, ábyrgð. Ætti F. því
ekki rétt á að fá neitt af skipsleigunni endurgreitt, heldur
væri honum skylt að greiða umsamda leigu fyrir allt leigu-
tímabilið. Gagnstefndi B. til greiðslu þess, sem ógreitt var
af leigunni.
Opinbert mál var höfðað fyrir Siglingadómi á hendur
skipstjóra og stýrimanni v/s G., svo og einum öðrum skip-
verja í sambandi við umgetinn árekstur. Taldi Siglinga-
dómur fullsannað, að stjórnendur v/s G. hefðu átt alla
sök á árekstrinum. I einkamálinu milli B. og G. þótti verða
fallizt á það með Siglingadómi, að skipstjórnarmenn v/s
G. hefðu átt alla sök á árekstrinum. Þar sem þannig var
í Ijós leitt, að leiguafnotum skipsins lauk vegna mistaka
starfsmanna F., þótti verða að fallast á það með B., að
hann ætti rétt á að fá umsamda leigu fyrir allt leigutíma-
bilið.
(Dómur S. & Vd. R. 4/2 1956.)
Fasteignasala. — Umboðslaun.
I april 1950 gáfu E. o. fl. H. umboð til að selja fasteign,
er þau áttu. Skyldi H. fá venjulega þóknun fyrir. H. kvaðst
þegar hafa hafið sölutilraunir, m. a. átt tal við K. nokk-
urn, er áhuga liafi haft á kaupum. Áður en af kaupum
vrði, fólu E. og sameigendur hans fasteignasala einum að
161