Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 38
ingu. Talið var og, að lita bæri svo á, að fyrirvari G. um eignarrétt að skápnum væri háður sömu reglum og sjálfs- vörzluveðréttur í lausafé, livað fyrningu snerti. Af því leiddi, að réttur G. til að fá hlutinn afhentan sér féll úr gildi, um leið og krafan fyrntist. H. var því sýknaður af öllum kröfum hans í málinu. (Dómur B.Þ.R. 22/11 1956.) Skaðabætur utan samninga. — Ábyrgð atvinnurekanda. Dag einn i janúar 1954, um kl. 17.00, var S. á gangi suður yfir Hverfisgötu hér í bænum. Gekk hún yfir af- markaða gangbraut, sem er á mótum þeirrar götu og Kalk- ofnsvegar. Er S. átti ófarna um 2 metra að syðri gang- stéttarbrún, ók drengur á ljóslausu reiðhjóli á hana með þeim afleiðingum, að bæði féllu í götuna. Hlaut S. nokk- ur meiðsli við hnjask þetta. Drengurinn, sem reiðhjólinu ók, var rúmlega 14 ára gamall. Yar hann sendisveinn hjá firmandu K. og var í sendiferð á vegum þess, er slysið varð. Átti drengurinn lijólið sjálfur og fékk ekki greiðslu lijá K. fyrir notkun þess, en á hinn bóginn bætti K. honum skemmdir á lijól- inu og bilanir, ef um slíkt var að ræða. S. höfðaði mál gegn K. og krafðist bóta vegna meiðsla þeirra, er hún hlaut. Reisti hún kröfu sína á því, að sendi- sveinninn liefði átt alla sök á slysinu með því að aka liratt niður Hverfisgötu á reiðlijóli sínu ljóslausu, enda þótt dimmt væri orðið. Með hliðsjón af því, og þar eð sendi- sveinninn liefði verið starfsmaður K. og að starfi i hans þágu, er slysið varð, bæri liann fébótaábyrgð á öllu því tjóni, er hún beið. K. krafðist sýknu. Reisti hann sýknukröfuna á því, að hann bæri ekki atvinnurekanda ábyrgð á sendisveininum. Það liafi ekki verið slíkt samband milli sendisveinsins og hans, að hann gæti komið við nokkru eftirliti með sendi- sveininum við framkvæmd starfans. Sendisveinninn var talinn hafa brotið 11. gr, lögrsamþ. 164

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.