Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 39
Reykjavíkur með því að aka á reiðhjólinu ljóslausu, eftir að ljósatími var kominn. Þá hafði sendisveinninn skýrt svo frá, að dimmt liafi verið orðið, er slysið varð, svo og að hann hefði ekið með „dálitlum hraða“ niður Hverfis- götu, en nokkur halli er á götunni á þessum slóðum, og ók hann undan hrekkunni. Ekki kom fram, að sendisveinn- inn hefði gefið hljóðmerki til að gera S. aðvart um ferðir sínar. Ekki var talið, að þess hafi verið að vænta, að S. tæki eftir ferðum sendisveinsins á ljóslausu reiðhjólinu, þar sem dimmt var orðið, enda muni hann hafa horið brátt að. Var sendisveinninn því með gálausum akstri reiðhjólsins einn talinn eiga sök á slysinu. Sendisveinninn var starfsmaður K. og í sendiferð á hans vegum, er slysið varð. Þótti því K. sem atvinnurek- andi eiga að hera fébótaábyrgð á slysinu gagnvart S. (Dómur B.Þ.R. 6/4 1956.) Skaðabætur utan samninga. — Flugslys. — Takmörkun fébótaábyrgðar. Hinn 29. maí 1947, ld. 11.25, lagði flugvél, eign F., upp frá Reykjavíkurflugvelli með 21 farþega og 4 manna áhöfn og var ferðinni heitið til Melgerðisflugvallar við Akur- eyri. I hópi farþega var G. Skömmu eftir að flugvélin var komin á loft, hafði hún talsamband við loftskeytastöðina í Gufunesi og á tíma- hilinu 11.35 til 12.08 tilkynnti liún 5 sinnum staðarákvarð- anir og flughæð. Kl. 12.08 var flugvélin suður af Vatnsdal í 4000 feta hæð. Eftir það heyrði Gufunesstöðin ekki frek- ar frá henni, en kl. 12.25 til 12.30 heyrðist frá flugvélinni i talstöð á skrifstofu F. á Akureyri. Tilkynnti flugstjórinn þá, að flugvélin væri að koma niður í Skagafjörð. Var búizt við, að hún myndi lenda á Melgerðisflugvelli kl. 13.00. Eftir þetta heyrðist ekki frá flugvélinni. Var brátt hafin leit að henni af landi og úr lofti og næsta dag fannst 165

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.