Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 49
firmans, báru ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum þess, störfuðu báðir að rekstri þess og hirtu allan ágóða af honum, þótti eigi verða talið, að þeir væru launþegar hjá því. Var og ekki talið skipta máli, þótt fyrirtækið væri skráð á firmaskrá og skattlagt sjálfstætt, að því er varðaði tekju- og eignarskatt, og þótt þeir E. og G. teldu í skatt- framtölum sínum liagnaðarhlut sinn af rekstri þess sem laun. S. var þvi sýknað. (Dómur B.Þ.R. 14/3 1955.) Skattskylda félags. 1 máli, sem ríkissjóður höfðaði gegn félagi einu, V., til greiðslu opinberra gjalda, krafðist V. sýknu. Var sýknu- krafan á þeim rökum reist, að V. ræki ekki atvinnu og hefði aldrei gert, enda væri tilgangur þess allt annar en að afla ágóða. Það væri samtök nokkurra manna um að taka á leigu tiltekið vatnasvæði og skipta því á milli félags- manna, þannig að hver félagsmaður hefði umráð yfir ákveðnu veiðisvæði. Væri heildarleigunni eftir vatnasvæð- ið árlega jafnað niður á félagsmenn eftir veiðisvæðum þeirra samkvæmt aðalfundarsamþykkt hverju sinni, en sá háttur þó jafnan hafður á, að jafnað hefði verið niður ríflega þeirri fjárhæð, er heildarútgjöld félagsins námu, þannig að nokkur varasjóður myndaðist. Félagsmenn greiði kr. 10.00 í félagsgjald á ári hver, en þau gjöld, sem þannig væri jafnað niður á félagsmenn, væru einu tekjurn- ar, sem félagið hefði og gæti haft, enda hefði félagsmönn- um aldrei, allt frá stofnun félagsins, verið úthlutað arði í nokkurri mynd. Sjóði þeim, sem safnazt hefði, væri hald- ið handbærum til þess, að honum yrði varið til fiskirækt- ar eða annarra endurbóta á vatnasvæði félagsins. Af öllu þessu væri ljóst, að félagið væri undanþegið skattskyldu samkvæmt beinum ákvæðum 4. gr., sbr. 16. gr. laga um tekju- og eignarskatt. 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.