Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 53
Bókarfregn J. B. Hjort: Prosedyreteknikk, herunder Parts- og Vitneavhöring. Útgefandi: Den Norske Sakförer- forening. Oslo, 1956. 8° 280 bls. Á árinu 1955 ákvað stjórn Lögmannafélags Noregs að efna til verðlauna um beztu ritgerðina um efnið: „Málflutn- ingstækni, ’— aðiljayfirheyrslur og vitnaleiðslur". Dóm- nefnd var skipuð þrem hæstaréttarlögmönnum, þeim Finn Arnesen, Sven Arntzen og Eilif Holmesland. Var nefndin sammála um að veita verðlaunin J. B. Hjort, hæstaréttar- lögmanni fyrir ritgerð, er barst frá honum um þetta efni. Nú hefur Norska lögmannafélagið gefið rit þetta út í bókar- formi. Efni bókar þessarar er að því leyti sérstætt um bækur lögfræðilegs efnis, að bókin fjallar ekki beinlínis um lög- fræðina sjálfa, heldur er hér fyrst og fremst um kennslu- bók í málflutningi að ræða. Mjög fáar bækur hafa verið ritaðar um þetta efni á norðurlandamálunum og ekki er mér heldur kunnugt um að málflutningur sé kenndur sér- staklega í neinum háskólum Norðurlanda. Eins og nú er ástatt verða því þeir lögfræðingar, er málflutning vilja stunda, sjálfir að læra af reynslunni einni saman og þá oft á tíðum á kostnað umbjóðenda sinna, a. m. k. fyrst í stað. Höfundurinn bendir á, að ef hægt væri að kalla lögfræð- ina vísindi, þá megi telja málflutning fyrir dómi til lista. Enginn verði fullnuma í listum, án mikillar æfingar eða án þess að tileinka sér þá tækni, sem listinni er nauðsyn. Bók þessi er að sjálfsögðu rituð með hliðsjón af norsk- um réttarfarsreglum og eftir lýsingum höfundar kemur fram, að málflutningur í Noregi fer ekki að öllu leyti fram 179

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.