Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 56
miðuð við danskar aðstæður, en margt er þar, sem hér á landi má að haldi koma. Sami höfundur hefur og látið frá sér fara bók, er hann nefnir „Lieitation“. Sú samningsaðferð að útboð sé gert, er, eins kunnugt er, bæði hér á landi og annars staðar, mjög notuð þegar samið er um húsbyggingar og mann- virkjagerð. „Forfaldsklausuler i Pantebreve“ er verðlaunaritgerð H. Lund Christiansen, ritara í dómsmálaráðuneytinu. Það var kaupmannahafnarháskóli sem, árið 1953, hét verð- launum fyrir ritgerð, þar sem gagnrýnd væri og metin hin venjulegu eindögunarákvæði í veðbréfum. Miða skyldi við venjulegar reglur um samninga og dómsvenjur. „Misligholdelse af ejendomsköb“ eftir Anders Vinding Kruse prófessor í Árósum. Bókin er ítarleg á sínu sviði. I lok hennar er rætt um ábyrgð og skyldur lögmanna, fasteignasala og annarra þeirra, sem hlut eiga að sölu fasteigna. Að því er vátryggingarréttinn snertir má geta þess, að þeir A. Drachmann Bentson og Knud Christensen hafa lok- ið 2. útg. af: „Lov om forsikringsaftaler med bemærkn- inger og sagregister“. Bók þessi hefur fengið hina beztu dóma og má heita nauðsynleg hverjum þeim, sem við vátryggingarmálefni fæst, enda eru lög okkar nr. 20, 8/3 1954 um vátryggingarsamninga mjög lik — og reyndar nær eins og hin dönsku svo sem kunnugt er. „Betsforholdet mellem andelsforeninger og deres med- lemmer“ eftir Ernst Dyrbye kom út 1955 og 2. útgáfa af „Hándbog i dansk aktieret“ eftir H. B. Krencliel hefur Estrid Jakobsen séð um 1954. Báðar þessar bækur fjalla 182

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.