Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 62

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 62
Hversu það lánast verður aðallega komið undir undirtekt- um stéttarbræðra, að þeir gangi helzt allir í félagsskap vorn og leggi sem flestir eitthvað til málanna. Vér, sem kosnir höfum verið í stjórn félagsins, leyfum oss að vænta sem beztra og bráðastra undirtekta“. Auk greina ritstjóranna birtust þar greinar eftir nokkra menn aðra. Má þar nefna Björn Þórðarson fyrrv. ráð- herra, Einar Arnórsson síðar hrd., Jón Kjartansson sýslu- mann, og einnig hæstaréttarlögmennina Lárus Jóhannes- son og Sveinbjörn Jónsson. Aðeins einn og hálfur árgang- ur kom þó út — 6 hefti. Féleysi mun hafa miklu valdið að útgáfan hætti á árinu 1924. 1 febrúar 1947 hófst „Orator, félag laganema“ handa um útgáfu ritsins „tJlfljótur". 1 ávarpi stjórnar félagsins, sem birtist í 1. tbl. segir á þessa leið: „Blaðið tJlfljótur, sem nú hefur göngu sína er útgefið af Orator, félagi laganema. Mun þessi blaðaútgáfa geta orðið mjög til þess að auka starfsemi félagsins og efla þátt- töku þess í félagslífi háskólastúdenta. Fyrirhugað er, að Ulfljótur komi út fjórum sinnum á ári hverju. Verður hvert blað svipað að stærð og frágangi og þetta 1. hefti. Blaðinu er ætlað að flytja efni, sem sérstakt erindi á til laganema, svo sem fréttir af félagslífi þeirra og greinar, er varða nám þeirra og skóla. En auk þess mun í blaðinu verða fróðleikur og gaman öllum þeim, er um lögfræði hugsa og lögvísindum unna. Verður kostað kapps um að birta í hverju hefti blaðsins eina fræðiritgerð lögfræði- legs efnis eftir lærðustu lagamenn þjóðarinnar. Blaðið á því ekki einungis erindi til laganema, heldur einnig til allra lögfræðinga í landinu. Er því eigi lítils um vert, að Úlfljóti takizt sín ganga vel og giftusamlega. Það er ósk okkar, að allir vandamenn blaðsins leggist á eitt um það, að svo megi verða. Mun því þá vel farnast.“ Rit þetta hefur komið út nokkurn vegmn reglulega og eiga laganemar þakkir skildar fyrir áhuga sinn og atorku 188

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.