Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 71

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 71
er beint á móti niðurganginum í miðstöðina og ef eldur verður laus, er sá maður, er kynni að vera þar inni, í beinni lífshættu." 2". Árnessýsla Þar er annað aðalfangelsi ríkisins, vinnuhælið á Litla- Hrauni við Eyrarbakka. Húsið var, upp úr 1920, byggt sem sjúkrahús, en var 1929 gert að vinnuhæli fyrir saka- menn. Hefir svo verið síðan. Þykir rétt til lýsingar á stofn- uninni að taka hér upp kafla úr bréfi núverandi forstjóra vinnuhælisins, dagsettu 3. júlí s.l., svohljóðandi: „Árið 1920 var hafin bygging á spítala á Eyrarbakka, sem árið 1929 var breytt í vinnuhæli fyrir afbrotamenn. Á húsinu, sem er tvær hæðir, kjallari og ris, 'hafa orðið ýmsar breytingar á þessu tímabili, en í dag er húsið þann- ig: 29 eins manns klefar; á efri hæð hússins eru 15 klefar. á neðri hæð 11 klefar og í kjallara 3 klefar. Stærð klef- anna er mjög misjöfn. Minnstu klefarnir eru 150x210 cm. Algengasta stærð klefanna er í kringum 150x310 cm og stærstu klefarnir eru upp í 215x325 cm. Á neðri hæðinni eru 6 klefar með steyptum rúmum, í þeim klefum eru svampdýnur í rúmum. 1 öðrum klefum eru járnrúm eða beddar með venjulegum vattdýnum. Ann- ar rúmfatnaður er: Vattsæng ásamt veri, koddi, lak og ullarteppi. Húsbúnaður í klefum að öðru leyti er: Servant- ur, stóll (kollur), lítið borð er í flestum klefunum, fata- hengi eða snagar fyrir fatnað. Sem hreinlætistæki í hverj- um klefa er 1 emeleruð fata. Á báðum hæðum hússins eru salerni, handlaugar og sturtubað. Innrétting hælisbygg- ingarinnar er að öðruleyti þessi: I rishæð er þvottahús, herbergi til að ganga frá þvotti, þurrkloft og geymsluher- bergi. Á efri hæð eru eingöngu fangaklefar og snyrtiher- bergi. Á neðri hæðinni er, auk fangaklefanna, setustofa fyrir fanga, stærð 320x350 cm, einnig varðstofa hælisins og lítið herbergi til geymslu á ýmsum nauðsynjum, s. s. vörum til fanga o. fl., þar er líka eins og áður er sagt, Tímarit lögfrceöinga 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.