Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Síða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Síða 11
IV. Hver sektarfé á að hljóta. I íslenzkum rétti hefur það verið háð mismunandi regl- um á ýmsum tímum, hver hljóta ætti það fé, sem i sektir er greitt. Þar hefur mátt greina á milli þriggja aðferða, þ. e. að sektir renni í opinberan sjóð, í öðru lagi, að sá hljóti sektarféð, sem misgert er við, og í þriðja lagi, að sekt eða einhver hluti hennar renni til uppljóstrarmanns. 1. Nú á dögum er algengast, að sektir falli í opinbera sjóði. Samkvæmt 49. gr. almennra hegningarlaga skulu allar sektir fyrir brot á þeim lögum renna í rikissjóð. Sama regla gildir.um flestar sektir utan almennu hegningarlag- anna, en í sumum tilvikum skulu sektir þó falla i bæjar- eða sveitarsjóði eða sérstaka opinhera sjóði, t. d. land- helgissjóð. Ef afbrotum, sem varoa sektum, lendir saman, skal ákveða sekt í einu lagi, þó að sektir skuli eftir lögun- um renna í mismunandi sjóði. Er þá dómvenja, að það fer eftir aðalbrotinu, í hvaða sjóð sektin er látin renna í heild. Þó er dómstólunum heimilt að skipta sektarupphæð- inni rnilli sjóðanna i þvi hlutfalli, sem þeir álíta hæfilegt. Einnig eru til lög, sem mæla fyrir um skiptingu sektar milli tiltekinna sjóða, sbr. t. d. lög nr. 47 frá 1938, 11. gr. 2. Fyrrum var mjög algengt, að sekt eða önnur fjár- viðurlög væru látin renna til þess, sem misgert var við, sbr. t. d. ákvæði Jónsbókar um fullrétti. Nú eru öll slík ákvæði horfin úr réttinum og eiga þangað væntanlega ekki afturkvæmt. 3. Ákvæði um, að sekt rynni til uppljóstrarmanns, og þá venjulega aðeins að tilteknum hluta, voru fyrrum nokk- uð tíð í ýmsum friðunarlögum og koma fyrir enn, sbr. t. d. lög nr. 25 frá 1925, þar sem sekt skal að % hlutum renna til uppljóstrarmanns. Slík ákvæði eru af ýmsum ástæðum óheppileg, enda hafa þau flest verið felld niður á síðari tímum, þegar friðunarlög hafa verið endurskoðuð, sbr. fuglafriðunarlög nr. 63 frá 1954. Tímarit lögfræðinga 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.