Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Page 11
IV. Hver sektarfé á að hljóta. I íslenzkum rétti hefur það verið háð mismunandi regl- um á ýmsum tímum, hver hljóta ætti það fé, sem i sektir er greitt. Þar hefur mátt greina á milli þriggja aðferða, þ. e. að sektir renni í opinberan sjóð, í öðru lagi, að sá hljóti sektarféð, sem misgert er við, og í þriðja lagi, að sekt eða einhver hluti hennar renni til uppljóstrarmanns. 1. Nú á dögum er algengast, að sektir falli í opinbera sjóði. Samkvæmt 49. gr. almennra hegningarlaga skulu allar sektir fyrir brot á þeim lögum renna í rikissjóð. Sama regla gildir.um flestar sektir utan almennu hegningarlag- anna, en í sumum tilvikum skulu sektir þó falla i bæjar- eða sveitarsjóði eða sérstaka opinhera sjóði, t. d. land- helgissjóð. Ef afbrotum, sem varoa sektum, lendir saman, skal ákveða sekt í einu lagi, þó að sektir skuli eftir lögun- um renna í mismunandi sjóði. Er þá dómvenja, að það fer eftir aðalbrotinu, í hvaða sjóð sektin er látin renna í heild. Þó er dómstólunum heimilt að skipta sektarupphæð- inni rnilli sjóðanna i þvi hlutfalli, sem þeir álíta hæfilegt. Einnig eru til lög, sem mæla fyrir um skiptingu sektar milli tiltekinna sjóða, sbr. t. d. lög nr. 47 frá 1938, 11. gr. 2. Fyrrum var mjög algengt, að sekt eða önnur fjár- viðurlög væru látin renna til þess, sem misgert var við, sbr. t. d. ákvæði Jónsbókar um fullrétti. Nú eru öll slík ákvæði horfin úr réttinum og eiga þangað væntanlega ekki afturkvæmt. 3. Ákvæði um, að sekt rynni til uppljóstrarmanns, og þá venjulega aðeins að tilteknum hluta, voru fyrrum nokk- uð tíð í ýmsum friðunarlögum og koma fyrir enn, sbr. t. d. lög nr. 25 frá 1925, þar sem sekt skal að % hlutum renna til uppljóstrarmanns. Slík ákvæði eru af ýmsum ástæðum óheppileg, enda hafa þau flest verið felld niður á síðari tímum, þegar friðunarlög hafa verið endurskoðuð, sbr. fuglafriðunarlög nr. 63 frá 1954. Tímarit lögfræðinga 57

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.