Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 21
dæma tiltekin mál, sem þeir höfðu vakið athygli á og er þessi þáttur langveigamestur í afskiptum þeirra af dóms- málum. 1 fjórða lagi má geta hér einkamála þeirra. Er þar eink- um að nefna málaferli Arna Magnússonar við Magnus Sig- urðsson i Bræðratungu. Slik einkamál verða hér ekki rak- in, enda verða þau ekki talin til embættisstarfa þeirra nefndarmanna á sviði dómsmála. Störf sín að dómsmálum unnu þeir nefndarmenn sam- an, svo að ekki er hægt að skera úr því til hlítar, hvað frá hvorum er runnið, og verða þeir Árni og Páll þvi jafn- an nefndir i sameiningu.3) Báðir voru þeir ágætir laga- menn, en voru að þeirrar tiðar hætti að mestu sjálfmennt- aðir í þeirri grein, enda var ekki um neitt eiginlegt há- skólanám að ræða í lögfræði á þessu timabili, — það hófst fyrst árið 1736. Háskólapróf beggja voru í guðfræði, en meðal námsgreina þar var náttúruréttur. Svo virðist sem réttarfarsmálefni hafi skjótlega dregið að sér athygli þeirra nefndarmanna, því að um þau efni fjallar ein fyrsta slcýrsla þeirra úr sendiförinni. Er hún dagsett 15. september 1702. (Embedsskrivelser Nr. 18). Telja þeir mörgu áfátt í réttarfari. Meðal sýslumanna séu margir, sem ekki skilji lögin; málin liggi allsendis óljóst fyrir frá þeirra hendi og verði trauðla dæmd á landsþing- inu, nema ný rannsókn fari fram; meira sé gert að þvi að 3) Finnur Jónsson telur í ævisögu Árna Magnússonar, að hlutur Árna í réttarfarsskýrslum þeirra nefndarmanna sé drýgri, en um þetta efni segir hann eftirfarandi: „í öllum þeim nefndu skýrslum og öðrum, er snerta lög og rétt, er ekki fullvíst að vísu, hvað er eftir Árna sjálfan og hvað frá Páli. Báðir hafa þeir efalaust rætt um málin og kom- izt að ákveðinni niðurstöðu. En af ýmsu öðru vita menn að Árni var mæta vel að sér í lögum landsins og vissi flestum betur, hvaða lög giltu, og það er víst, að það var Árni sem setti saman og orðaði skýrslurnar; það er andi hans sem hefur mótað þær; hans eignhandar uppköst eru enn til mörg‘‘. Tímarit lögfræðinga 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.