Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Síða 26
ráðsson hér í landinu blífa megi inn til og svo lengi hans majest. resolution hér uppá kemur“.8 Erfitt var að ganga fram hjá hinum ströngu ákvæðum laganna og refsing Tómasar í samræmi við þau, en lands- vist hans var aftur skotið til konungs náðar. Þeir Árni og Páll létu birta á Alþingi 19. júlí 1702 „noti fication“ þess efnis, að fullnægingu á dóminum yfir Tóm- asi skyldi frestað, þar til þeir hefðu gefið konungi sk<rrslu um mál hans, sbr. 23. gr. erindisbréfs þeirra.8 9) Arni ritaði nú fyrirspurn um málið til Steindórs s}rslu- manns Finnssonar að Staðarstað 21. okt. 1702. (Private Brevveksling Nr. 199. Svar Steindórs nr. 200), og lýsti sýslumaður því, að hann myndi ekki eftir máli þessu. Einn- ig fóru bréf á milli Árna Magnússonar og Stapakaupmanns um málið á árunum 1702—1704 (Private Brevveksling nr. 467—70). Loks spurðist Páll Vidalín fyrir um málið í bréfi til Árna frá 5. jan. 1705, en því kveðst Árni hafa svarað 11. marz 1703. Hins vegar er ekki að sjá, að þeir Árni og Páll hafi ritað neina embættisskj'rslu um málið og er lík- legast, að málið hafi fallið niður. Hin málin öll urðu uppspretta mikilla og langvinnra málaferla og verða hér á eftir rakin hin helztu þeirra. Flest mála þessara dæmdu þeir Ámi og Páll sem dómnefndar- menn tveir einir, en eitt þeirra sem dómarar í yfirréttin- um; var það mál Gottrúps gegn bændunum 8. Fengu þeir skipun um það með konungsbréfi dagsettu 24. marz 1705.10) Saga þess máls er í stuttu máli sem hér segir (Embeds- skrivelser Nr. 33): Sá siður hófst hér á landi á 17. öld, að embættismenn tóku að falast eftir vitnisburðum undirmanna sinna og láta birta þá á Alþingi. Höfuðsmenn byrjuðu á þessu, en 8) Alþb. ísl. IX., bls. 177. 9) Alþb. ísl. IX., bls. 205—06. 10) Lovs. f. Isl. I., bls. 621. 72 Tímarit lögfræðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.