Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 41
urðar Bjarnasonar, Guðmundar Bjarnasonar í Lokinhömr- um eður hans peninga missi, ei heldur veikleika Þuríðar Jónsdóttur í Hvestu, og að þessu gjörðu nefnast honiun 12 eiðmenn“. Á þessum dómi telja þeir nefndarmenn mörg missmíði. Vitna þeir til dómara sjálfra um það, að prófið, sem fram fór á Hrafnseyri 2. júní 1680, væri ekki fullkomið eða í allan máta lögmætt, eins og að framan var ralu'ð. Alþing- isdómurinn 1679 hefði þó verið á þá lund, að próf skvldu takast í málinu, áður en Ara væri dæmdur tylftareiður. Þrátt fyrir þetta dæmi þeir Ara tylftareið fyrir likinda- lausan áburð og blinda framsögn Þorkötlu Snæbjarnar- dóttur. Framburður annarra hafi einnig likindalaus verið með öllu. Eiðstafinn sjálfan gagnrýna þeir, enda megi fle'st það, sem þar sé talið, teljast meinlítil hjátrú. Þá gagnrýna þeir lögréttu fyrir það, að hafa lýst því yfir árið 1680, að hún kynni eigi að mæla málsmeðferðinni í mót, en dómurinn hafði verið lesinn þar þetta ár.28) Var algengt, að dómar væru þannig lesnir í lögréttu, enda þótt ekki væri um áfrýjun að ræða. Töldu þeir nefndardómarar ámælisvert, að sýslumanni væri ekki sýnd þau smíðalýtí, sem á dóminum hefðu verið, þannig að Ari Pálsson hefði mátt „fríast frá órétti og þeirri ólukku, sem síðan yfir hann saklausan dundi“. Síðla sumars eða 27. ágúst 1680 fór fram þinghald að Hvestu. Reyndi Ari að koma fram eiðnum, en honum fulln- uðust ekki nægilega margir vottar auk þess sem vitnis- burðir votta urðu ósamhljóða. Urðu dómsmenn ekki á eitt sáttir um það, hvað gera skyldi, vildu sumir, að hver vottur særi sína hyggju, en aðrir kölluðu það eið á móti eið og vildu það ekki samþykkja. Var þinghaldi hætt og máli þessu skotið til Magnúsar lögmanns Jónssonar, sem ákvað, að allir vottar skyldu sverja, hver sína hyggju. Fóru þeir svardagar fram 11. janúar 1681. 28) Alþb. ísl. VII., bls. 501. Tímarit Iögfræoinga 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.