Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Page 49
Þegar litið er á úrslit málanna, virðist árangur af starfi þeirra ekki hafa orðið mjög mikill, og þau kynnu einnig að geta gefið vísbendingu um, að dómar þeirra hafi ekki verið á þeim rökum reistir sem skyldi. Að vísu fékk Hólmfastur Guðmundsson nokkra upp- reisn með sættargerðinni við hinn refsingasama sýslu- mann Kjósarsýslu, en sama verður ekki sagt um Ásbjöm Jóakimsson. Mál hans laukst aldrei, — við það urðu nefnd- ardómararnir einfaldlega að gefast upp. Þá verður ekki heldur séð, að neinn árangur hafi orðið af afskiptum þeima af máli Tómasar Konráðssonar. Hins vegar höfðu þeir Ámi og Páll fullan sigur með dómum sínum yfir Gottrúp lögmanni, þ. e. út af kaleik og patínu Grundarkirkju, svo og út af framkomu Goltrúps gegn bændunum 8 i Húnavatnssýslu. Er raunar mjög sennilegt, að sá dómur hafi orðið til þess, að hætt hafi verið þeim vitnisburðalestri á þingum, sem lengi hafði tíðkast. Aðra sögu er aftur að segja um dómana í firnamálunum, yfir Sigurði Björnssyni vegna meðferðar hans á máli Jóns Hreggviðssonar, Ara Pálssonar, Magnúsar Benediktssonar og Geimýjar Guðmundsdóttur. I fyrsta málinu — máli Jóns Hreggviðssonar — var Sigurður algerlega sýknaður, en þeir Arni og Páll dæmdir til að greiða stórfé í máls- kostnað. Nokkur uppreisn var þó það, að Jón skyldi alger- lega vera sýknaður í Hæstarétti og dauðadómi Sigurðar Björnssonar þar með hrundið, en það sýndi, að full ástæða var til að hreyfa málinu. Um það atriði, hvort Jón hafi verið sekur um morð Sigurðar Snorrasonar eða ekki, er hins vegar mjög örðugt að dæma. Margt bendir vissu- lega til sektar Jóns, enda þótt segja megi, að fullar sann- anir skorti, og mundi það nú á dögum leiða til sýknu. Galdramálunum tveimur og máli Geimýjar Guðmunds- dóttur var hans vegar vísað frá yfirréttinum vegna form- galla, og felst í þeim málalokum ekki áfellisdómur yfir efnislegri gagnrjmi nefndardómaranna á meðferð mála Tímarit lögfræðinga 95

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.