Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Page 59
Við þingslit ávarpaði forseti þingsins, Bernt Hjelje, fundarmenn en af gestanna hálfu þakkaði Ragnar Bergendal, prófessor í Lundi í Svíþjóð. Hann bauð og jafnframt til næsta þings, sem haldið verður i Stokk- hólmi sumarið 1966. Forseti þakkaði boðið og var þing- inu þvínæst slitið. Á laugardagsmorgun komu deildir hvers Iands um sig saman til þess að kjósa stjórn til næsta þings. I stjórn íslandsdeildar voru kosnir: Ágúst Fjeldsted hrl., Ár- mann Snævarr háskólarektor, Árni Tryggvason hæsta- réttardómari (síðar kosinn formaður), Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráðherra, Guðmundur 1. Guðmunds- son utanríkisráðherra, Einar Arnalds borgardómari, Ól- afur Jóhannesson prófessor, Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. og Theodor B. Líndal prófessor. Þátttakendum var að vanda sýnd margs konar vin- semd og gestrisni af Dana hálfu. Þeim var boðið til síðdegisdrykkju fimmtudaginn 22. ágúst. Skiptu Kaup- .nannahafnarborg og Friðriksberg með sér verkum i því efni. Voru boðin haldin i ráðhúsunum. Hófinu í ráð- húsi Kaupmannahafnar stjórnaði einn borgarstjóranna, Edel Saunte advokat, og bauð menn velkomna, en af þeirra hálfu þakkaði prófessor Carl Jakob Arnholm, Noregi. I ráðhúsi Friðriksbergs bauð S. Stæhr-Johansen borgarstjóri gesti velkomna og stjórnaði hófinu, en Olavi Honka juristiekansler, Finnlandi, þakkaði. Á föstudagskvöld var þorra þátttakenda boðið til mið- degisverðar á lieimilum danskra lögfræðinga, en öðrum til kvöldfagnaðar með dansi í veitingahúsinu Nimbe. Lokaveizlu hélt danska deildin á laugardagskvöldið í Falkonercentret. Er það mikill veitingastaður enda veitti ekki af góðu rúmi fyrir hinn mikla fjölda, sem veizluna sátu. Hófinu stjórnaði forseti þingsins, Bernt Hjelje, og bauð menn velkomna. Margar ræður voru fluttar, sung- ið og dansað af lífi og fjöri. Af hálfu gestanna þakkaði prófessor R. Bergendal. Tímarit lögfræðinga 105

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.