Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Síða 28
telja til löggæzlustarfa. Sum þeirra starfa, sem getið var
i I., má einnig telja til löggæzlustarfa, svo sem lvsing af-
brotamanna, samkv. Jb. I.,5, i. f., sbr. 6. tölulið C i I. hér
að framan. Sama gildir um aðvörun þá, sem sýslumenn
áttu að gefa á leiðarþingum, um landshornamenn, samkv.
Jb. I.,7, sbr. áður sagt í 7. tölulið C I.
1 sumum skipunarbréfum sýslúmanna á 16. öld, segir
m. a. svo um störf þeirra: „— Að hann (þ. e. sýslumaður)
tali lög og rétt til hvers manns, þó með vægð og miskunn
þar sem þess þarf með (eða þar til heyrir), en þrjózkum
og þrályndum sé hann réttur dómari og refsingarsam-
ur —x)
1 Lönguréttarbót 1450, er hirðstjórum, lögmönnum og
sýslumönnum skipað að gera rétt lög og réttindi hverjum
manni. 1 2) 1 réttarbót frá 1305 segir, að sýslumenn skuli
gera mönnurn konungs rétt, sem til Islands sigla, ef þeir
verða brotlegir, eða ef misgert var við þá. 3) Af Jb. IV.s
virðist mega ráða, að sýslumenn skyldu hafa forgöngu um
handtöku ræningja og oíbeldismanna. 1 réttarbót 1303
var sýslumönnum boðið að handtaka þá menn til geymslu,
sem viðhaft höfðu heitingar eða hótanir.4) I réttarbótinni
frá 1305 segir, að handtaka skuli vonda menn (afbrota-
menn) og færa þá sýslumanni i varðveizlu og frekari fyr-
irgreiðslu. Samkvæmt dómi frá 1472 hafa sýslumenn
varðveitt fanga,5 6) Samkv. Jb. IV.s, voru allir þeir, sem
sýslumaður kveður þar til, skyldir eftir þeim að fara, sem
rændu menn eða herjuðu. Með dómi 1616 eru allir, sem
sýslumenn til kveðja skvldir eftir þeim að fara, sem ræna
eða herja að viðlagðri sekt. °) Samkv. Jb. III,c, varðaði það
1) í. F. VIII, 154, 274, 832, IX, 267.
2) í. F. V, 64.
3) í. F. II, 343—345.
4) í. F. II, 338.
5) í. F. V, 656.
6) A. í. IV, 312.
22
Timarit löcjfræðinga