Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 6
Arnljótur Björnsson prófessor: SLYSATRYGGING SAMKVÆMT LÖGUM UM ALMANNATRYGGINGAR 1.Inngangur IIV. kafla laga nr. 67/1971 um almannatryggingar (skammst. ATL) er mælt fyrir um slysatryggingu ýmissa hópa manna. Stærsti hópur- inn er launþegar, sem eru slysatryggðir við vinnu og í nauðsynlegum ferðum til vinnu og frá, sbr. 27. og 29. gr. laganna. Er trygging þessi því stundum nefnd atvinnuslysatrygging. Það heiti er of þröngt, vegna þess að slysatrygging skv. ATL nær til ýmissa annarra slysa en vinnu- slysa, svo sem síðar greinir. Slysatrygging skv. ATL er opinber trygging. Hún er ein af megin- greinum almannatrygginga, sbr. 1. gr. ATL. Reglur laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga (skammst. VSL) gilda ekki um slysatrygg- ingu þessa eða aðrar tryggingar skv. ATL, sjá 1. gr. VSL. Sá aðili, sem annast slysatrygginguna, er Tryggingastofnun ríkisins, sbr. 2. gr. ATL. ATL nr. 67/1971 hefur verið breytt nokkrum sinnum, m. a. með lög- um nr. 96/1971, lögum nr. 112/1972, lögum nr. 62/1974, lögum nr. 13/ 1975 og lögum nr. 39/1975. Hér á eftir er tekið tillit til framangreindra lagabreytinga og vísað til greina í ATL svo breyttra, án þess að sér- staklega sé vitnað til breytingarlaganna. Fjárhæðir slysatryggingar- bóta eru ákveðnar með reglugerð, en í 78. gr. ATL segir, að verði breyt- ing á vikukaupi í almennri verkamannavinnu, skuli ráðherra innan 6 mánaða breyta bótaupphæðum skv. lögunum í samræmi við það. Auk þess hafa bótafjárhæðir verið hækkaðar sérstaklega með lögum í tengslum við annars konar almennar efnahágsráðstafanir, sjá 8. gr. laga nr. 13/1975. Síðasta almenn hækkun bóta almannatrygginga var gerð með reglugerð nr. 328/1975. (Þetta er ritað í desember 1975.) Er hér á eftir miðað við fjárhæðir skv. reglugerð þessari. 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.