Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 19
lög nr. 14/1968, 58/1972 og 108/1972.° Margt mælir gegn svo þröngri skýringu á 58. gr. ATL. Dómstólar hafa ekki skorið úr þessu álitaefni svo að kunnugt sé. 1 ATL er engin heimild, sem svarar til ákvæða 2. málsl. 1. mgr. 25. gr. VSL, svo að þess er ekki kostur að lækka eða fella niður skaðabóta- ábyrgð aðila, er valdið hefur slysi, sem Tryggingastofnunin hefur greitt bætur fyrir. Tryggingastofnun ríkisins beitir oft endurkröfurétti, en þó því að- eins, að hinn bótaábyrgi þriðji maður hafi ábyrgðartryggingu, er nær til tjónsins. Almennar ábyrgðartryggingar greiða ekki endurkröfur frá Tryggingastofnun ríkisins, en það gera lögboðnar ábyrgðartryggingar ökutækja, sjá 10. kafla. Mjög er fátítt, að málaferli verði út af endurkröfurétti Trygginga- stofnunar ríkisins. Eigi munu vera nema tveir dómar í dómasafni Hæstaréttar, er snerta þetta efni, sjá Hrd. 1942, 199 og 1950, 275, héraðsd. bls. 281.7 Endurkröfuréttur almannatrygginga hefur víðast hvar verið num- inn úr lögum, t. d. í Noregi,8 Svíþjóð*1 og Bretlandi.10 1 D.anmörku eiga opinberar tryggingastofnanir almennt ekki endurkröfurétt á hendur ° Sé miðað við þennan skýringarkost, verður að telja, að bifreiðareiganda, sem teldist skaðabótaskyldur vegna slyss ökumanns af völdum bilunar í bifreiðinni (sbr. t. d. Hrd. 1970, 544), sé óskylt að greiða Tryggingastofnun ríkisins útlagðar bætur, er stofnunin reynir að endurkrefja með stoð í 58. gr. ATL. Tína má til fleiri tilvik, þar sem bifreiðareigandi og/eða ökumaður er skaðabótaskyldur eftir öðrum bótareglum en 58. gr. ATL nefnir, en það yrði of langt mál. 7 Nefna má og tvo dóma, sem báðir voru kveðnir upp á bæjarþingi Reykjavíkur 30. apríl 1963 (málin Tryggingastofnvm ríkisins gegn Söginni h/f og til réttargæslu Almennum tryggingum h/f og Tryggingastofnun ríkisins gegn Sigurgeiri Líkafróns- syni og til réttargæslu Almennum tryggingum h/f). Þessir dómar og hæstaréttardóm- arnir tveir eru kveðnir upp fyrir gildistöku ATL nr. 40/1963, en ákvæði þeirra laga fólu í sér nýmæli varðandi endurkröfurétt Tryggingastofnunar ríkisins. Hafa dóm- arnir því lítið almennt gildi nú. 8 I Noregi er endurkröfuréttur þó enn fyrir hendi, ef slysi er valdið af ásettu ráði, sbr. t. d. Oluf Skarpnes, Erstatning for personskade og for tap av forsþrger, Lov og Rett 1974, bls. 19. 9 Sjá t. d. Jan Hellner, Skadestándsrátt, Stockholm 1972, bls. 246. 10 Um endurkröfurétt slysatrygginga á launþegum í lögum ýmissa ríkja sjá John Fleming, Collateral Benefits, Intemational Encyclopedia of Comparative Law, XI, 11, Túbingen 1971, bls. 28. Um afnám endurkröfuréttar almannatrygginga í nokkrum löndum Evrópu sjá Paul Szöllösy, Schadenersatz bei Invaliditát und Versorgerschaden — Versuch und Möglichkeiten einer europáischen Rechtsangleichung, Nordisk for- sikringstidsskrift 1973, bls. 83. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.