Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Page 36
Ákvæði þetta gengur ekki lengra en svo, að það veitir stjórnvaldi aðeins heimild til að leita aðstoðar túlks, enda getur reynst örðugt að útvega mann með nægilega þekkingu á viðkomandi tungumáli. Þá ber túlki þóknun fyrir starf sitt úr hendi hins opinbera. Engu að síður er gert ráð fyrir því — m. a. í greinargerð með frumvarpi að FL — að túlkur verði jafnan kvaddur til, þyki þess þörf. 9. gr. FL veitir stjórnvaldi ennfremur heimild til að leita samsvar- andi aðstoðar, þegar hlutaðeigandi á erfitt með að tjá sig, t. d. sökum málhelti eða skertrar heyrnar. 2.2.6. Það tíðkast, að stjórnvöld leiti álits annarra aðila — annaðhvort vegna beinna lagafyrirmæla eða að eigin frumkvæði — áður en þau taka endanlega ákvörðun í máli. Álitsumleitun er að vísu óumflýjanleg í vissum tilvikum, en dregur málsmeðferð jafnan á langinn. Þannig getur hún bitnað á hagkvæmni og réttaröryggi í stjórnsýslunni, þar eð einstaklingum er yfirleitt í mun, að stjórnvaldsákvörðun, sem þá varðar, sé tekin sem fyrst. 1 10. gr. FL er því að finna reglur, sem í senn stefna að því, að álits sé aðeins leitað í undantekningatilvikum og það liggi þá fyrir eins fljótt og kostur er. Stjórnvald skal sérstaklega ganga úr skugga um — áður en það leitar álits utanaðkomandi aðila — hvort raunveruleg þörf sé á slíkri álitsumleitun. Ætlast er til, að stjórnvald ráði sjálft fram úr máli, sé þess nokkur kostur. Sú tilhögun sparar, sem fyrr segir, tíma og að auki fé og fyrirhöfn. Beri nauðsyn til að leita álits fleiri en eins aðila, á að gera það í einu lagi — nema sérstakar ástæður mæli gegn því, eins og sú, að álit eins aðila hljóti óhjákvæmiléga að verða byggt á umsögn annars. Oft liggur í augum uppi, hversu víðtæk umsögn eigi að vera, hvenær hún skuli berast og hvort — og þá við hverja — sá aðili, sem álits er spurður, skuli ráðgast, áður en hann lætur frá sér fara álitsgerð sína. Að öðrum kosti er stjórnvaldi skylt að tiltaka þessi atriði. 2.2.7. Heimild til að kæra stjórnvaldsákvarðanir til æðri stjórnvalda eða stjórnsýsludómstóla vekur að sjálfsögðu fjölda spurninga. I FL er leitast við að svara sumum þeirra, — þannig fjallar 11. gr. laganna um kærurétt, 12. gr. um form kæru, kærufrest o. fl. og 13. gr. um rétt æðra stjórnvalds til að fresta því, að kærð ákvörðun komi til fram- kvæmda. Hver sá, er stjórnvaldsákvörðun snertir, getur kært hana — verði henni á annað borð skotið til æðri stjórnsýsluhafa — þó að því til- 174

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.