Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 34
1. mgi-. Skiptir því ekki máli, hvernig erindi kemst á áfangastað, t. d.
hvort það nær þangað af hreinni tilviljun. Sé erindi sent í simskevti,
telst það hafa borist sama dag og stjórnvaldi er sérstaklega tilkynnt
um skeytið, t. d. með tilkynningu frá viðkomandi símstöð, sbr. s. mgr.
Erfitt getur reynst að sanna, að erindi eða pósttilkynning hafi komið
á skrifstofu stjórnvalds ákveðinn dag, sérstaklega ef það hefur komið
að loknum venjulegum vinnudegi. Því eru löglíkur taldar fyrir því, að
erindi hafi borist stjórnvaldi tiltekinn dag, komist það til vitundar
þess á næsta virkum degi, sbr. 7. gr. 2. mgr. Liggi bréf t. d. í póstkassa
stjórnvalds á mánudagsmorgni, verður litið svo á, að það hafi borist
á föstudegi, mæli ekkert á móti því.
Þá getur stjórnvald farið þess á leit við þann, er sent hefur sím-
skeyti eða annað erindi, að hann staðfesti það með eigin undirskrift,
sbr. 7. gr. 3. mgr. Það getur stundum verið nauðsynlegt að ganga úr
skugga um, hvort sá, sem sagður er hafa sent erindi, hafi gert það í
raun og veru. Neiti hlutaðeigandi að verða við tilmælum stjórnvalds,
skal líta á erindið sem óundirritað, en að öðru leyti rétt fram komið.
172