Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 20
skaðabótaskyldum þriðja manni.11 Hins vegar er hin lögboðna slysa- trygging launþega í Danmörku (en hún svarar í stórum dráttum til slysatryggingar skv. IV. kafla ATL) ekki í höndum ríkisins, heldur einkavátryggingafélaga. Slysatryggingin á skv. 4. gr. dönsku slysa- tryggingalaganna12 endurkröfurétt fyrir útlögðum bótum gagnvart þeim, sem ábyrgð ber á slysi. Lagaákvæði þetta hefur sætt harðri gagn- rýni. Að því er varðar Island má segja, að tilgangslítið sé að halda í endurkröfurétt almannatrygginga. Kostnaður og fyrirhöfn við meðferð endurkrafna er mikill. Eins og fyrr segir hefur Tryggingastofnun rík- isins almennt ekki gert endurkröfu, nema sá, sem bótaskyldur er, sé ábyrgðartryggður. Er því hér aðeins um að ræða millifærslu á milli tveggja tryggingaraðila. Varnaðarsjónarmið geta ekki réttlætt endur- kröfu, er svo stendur á. Varnaðaráhrif væru líka takmörkuð, þó að Tryggingastofnun ríkisins beitti endurkröfurétti gagnvart aðilum, sem eigi njóta ábyrgðartryggingarverndar. í flestum tilvikum myndi end- urkrafan aðeins vera hluti af þeim fjárútlátum, sem þriðji maður yrði fyrir vegna slyss þess, er hann ber ábyrgð á. Myndi brottfall endur- kröfuréttar því naumast skipta máli út frá varnaðarsjónarmiðum.13 Nánar er rætt um endurkröfuréttinn í næsta kafla hér á eftir. 10. Nýtur tryggingarskyldur sérstakrar tryggingarverndar sem slíkur? I 2. kafla hér að framan var rakið í höfuðdráttum, hverjir eru slysa- tryggðir skv. IV. kafla ATL. Jafnframt hefur nokkur grein verið gerð fyrir því, hverjir aðrir en slysatrýggðir geti verið bótaþegar. Aftur á móti hefur lítið verið minnst á réttarstöðu tryggingar- skyldra að öðru leyti en því, er snertir skyldu til greiðslu iðgjalds, svo og varðandi framtalsskyldu skv. 64. gr. og tilkynningarskyldu skv. 28. gr. Athugandi er, hvaða réttinda tryggingarskyldur nýtur, vegna þess að hann hefur greitt iðgjald. Þess er fyrst að geta, að tryggingar- skyldur er oft sjálfur slysatryggður skv. IV. kafla og nýtur þá réttar- stöðu sem bótaþegi í samræmi við ákvæði ATL. En það er ekki þetta, sem skiptir einkum máli hér, heldur það, hvort tryggingarskyldur 11 Betænkning om erstatning for tab ved personskade og tab af forsprger nr. 679, Khöfn 1973, bls. 15 o. áfr. og A. Vinding Kruse, Erstatningsretten, Khöfn 1971, bls. 475 o. áfr. 12 Lov om forsikring mod fplger af ulykkestilfælde (lovbekg. nr. 137 26. apr. 1968 með síðari breytingum). 13 Um rök með og á móti afnámi endurkröfuréttar almannatrygginga sjá m. a. Jan Hellner, Social Insurance and Tort Liability in Sweden, Scandinavian Studies in Law 1972, bls. 190 o.áfr. 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.