Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 58
dómarar utan Reykjavíkur; einnig eru ríkissaksóknari og vararíkissaksóknari félagsmenn D.R. Dómaraþing er haldið árlega f október eða nóvember og stendur tvo daga. Þá eru haldnir þrír aðalfundir, þ. e. aðalfundir D.R. og Sýslumannafélagsins, þar sem kjaramál og önnur sérmál eru rædd, og svo aðalfundur Dómarafé- lags Islands, þar sem umræður um nýmæli í lögum og fræðileg efni skipa stóran sess, svo og ýmis málefni er varða dómgæsluna í landinu og dómara- stéttina í heild. I ár var aðalfundur Dómarafélag Islands, sem haldinn var dagana 13. og 14. nóvember, með mjög hefðbundnu sniði. Samkvæmt venju flutti dóms- málaráðherra ávarp að lokinni þingsetningu og fjallaði um réttarfarsmálefni og rakti að nokkru efni þeirra frumvarpa þar að lútandi, er hann hyggst leggja fyrir yfirstandandi Alþingi. Einnig fjaliaði hann um ýmis atriði varðandi' sam- skipti dómsmálaráðuneytisins og dómstólanna. Að þessu sinni dvaldist hon- um þó lengst við löggæslumálefni og þá einkum þann þátt er bætt löggæsla gæti átt í því að draga úr umferðarslysum, en mikil slysaalda í umferðinni gekk einmitt yfir nokkru áður. Fjármálaráðherra ávarpaði einnig þingið og ræddi málefni síns ráðuneytis, en sem kunnugt er fer meginhluti ríkistekna um hendur félagsmanna D.í. á leið sinni í ríkissjóð. Að venju hvatti ráðherrann til skeleggra innheimtuað- gerða og minnti á að innheimtukerfið væri sá hornsteinn sem öll starfsemi ríkisins hvíldi á. Formaður Lögmannafélags islands, Páll S. Pálsson, flutti einnig ávarp, en venja er að formaður L.í. sé heiðursgestur við þingsetninguna. I ávarpi sínu vék hann að nokkrum sameiginlegum áhugamálum lögmanna og dómara, gerði m. a. grein fyrir tillögum sínum um að koma á fót nýskipan á lögfræði- þjónustu fyrir almenning. Fráfarandi formaður, Björn Ingvarsson yfirborgardómari, flutti skýrslu um störf félagsstjórnar á árinu, m. a. skýrði hann frá álitsgerðum félagsstjórnar um allmörg lagafrumvörp, er stjórninni voru send til umsagnar á árinu. í lok skýrslu sinnar gat formaður um veitingar dómaraembætta á starfsárinu, en þær voru: Sigurður Sveinsson, borgarfógeti í Reykjavík, Andrés Valdimarsson, sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Strandasýslu, Jón Eysteinsson, bæjarfógeti í Keflavík og sýslumaður í Gullbringusýslu, Sigurður Hallur Stefánsson, héraðsdómari í Keflavík og Gullbringusýslu, Bogi Nilsson, bæjarfógeti á Eskifirði og sýslumaður í Suður-Múlasýslu. Almennar umræður, sem fram fóru að lokinni skýrslu stjórnar, snerust mjög um réttarfarsmálefni. Einnig komu fram ýmsar ábendingar til réttarfarsnefndar og gagnrýni og var mikil þátttaka í umræðunum. Samkvæmt beiðni svaraði formaður réttarfarsnefndar, Björn Sveinbjörnsson hæstaréttardómari, ýmsum fyrirspurnum sem fram höfðu komið og vörðuðu frumvörp og tillögur sem nefndin vinnur að eða til hennar hefur verið beint. Á dómaraþingi voru að þessu sinni flutt tvö fræðileg erindi. Guðrún Er- lendsdóttir hrl. fjallaði um óvígða sambúð og Páll Sigurðsson dósent um endurskoðun á hinum norrænu kaupalögum. Nokkrar umræður urðu um bæði erindin. 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.