Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 53
Svo er um samið, að enginn starfsmaður lækki í launum vegna þessara breytinga. Yfirvinnukaup: Eftir núgildandi samningum er tímakaup fyrir yfirvinnu 1% af mánaðarlaunum samkvæmt 4. launaþrepi. En með hinum nýju samningum verður tímakaup þetta 1% af mánaðarlaunum miðað við það launaþrep, sem viðkomandi starfsmaður tekur laun eftir. Þó er svo um samið, að enginn skuli lækka í launum vegna þessara breytinga. Hins vegar hækkar við þetta yfir- vinnukaup þeirra, sem taka laun skv. 5. launaþrepi. Þá er það og nýmæli í greininni um yfirvinnukaup að semja má í sérkjara- samningi um fasta mánaðarlega þóknun fyrir yfirvinnu. Vaktaálag: Samkvæmt hinum nýja samningi verður vaktaálag nú reiknað sem 33% af dagvinnutímakaupi. Hingað til hefur álag þetta numið ákveðnum krónufjölda á klukkustund, jafnt fyrir alla. Orlofsfé á yfirvinnu: í hinum nýja samningi féllst ríkið á þá kröfu BHM að greiða orlof á yfirvinnu. Er prósentutalan mismunandi eftir starfsaldri og lífs- aldri allt frá 8,33% upp í 10,20% miðað við 20 ára starfsaldur eða 50 ára lífsaldur. Þessi ákvæði koma til framkvæmda 1. maí 1976, og verður fyrst greitt orlofsféð samkvæmt þeim í maí 1977. Þegar þetta er ritað (3. jan. 1976) hefur hins vegar ekki náðst samkomulag um greiðslu orlofsframlags vegna yfirvinnu fyrir gildistöku þessa samnings. Þá má geta þess, að tímabil sumarorlofs hefur lengst um hálfan mánuð. Það færist fram til 15. maí (er nú 1. júní). Síðari tímamörkin eru enn hin sömu (30. september). Enn er það nýmæli, að greiða skal dánarbúi áunnin orlofsrétt látins starfs- manns. Orlofssjóður: í aðalkjarasamningnum er það nú tekið fram berum orðum, að ríkissjóður greiði 0,25% gjald af föstum launum félagsmanna BHM í þjón- ustu ríkisins. Rennur gjald þetta í orlofssjóð bandalagsins. Sérkiarasamningar: Að endingu er rétt að vekja athygli á því, að í sér- kjarasamningum hinna einstöku félaga innan BHM má m. a. semja um það, hvernig tryggja skuli, að þeir, sem bera einir ábyrgð á embætti fyrir ákveðið umdæmi, geti fengið staðgengil, þannig að þeir komist í orlof. (Þetta gæti t. d. átt við um sýslumenn.) í sérkjarasamningum má einnig semja um það, með hvaða hætti skuli launa sér^taklega ,,fyrir sérstaka hæfni eða starfs- árangur". Þá má og semja um eftirmenntun, vátryggingar o. fl. atriði, sem ekki verða upptalin hér. Magnús Thoroddsen 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.