Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 11
eða á landi í erlendri hafnarborg. Þá mun tryggingin einnig greiða bæt-
ur t. d. fyrir slys vegna ryskinga í landi og slys, er slasaði verður fyrir
við þátttöku í refsiverðum verknaði. (Sbr. hins vegar b-lið 9. gr. al-
mennra slysatryggingarskilmála íslenskra vátryggingafélaga. Sérstak-
ar reglur gilda um atvinnuslysatryggingu sjómanna skv. siglingalög-
um, sbr. lög nr. 108/1972.)
Skv. c-lið 29. gr. ATL eru stjórnendur ökutækja slysatryggðir án
tillits til þess, hvort ökutækið er skráningarskylt skv. umferðarlögum
nr. 40/1968 (skammst. UFL). Skv. 11. gr. UFL er skylt að skrá þess-
ar tegundir ökutækja: bifreiðir, bifhjól, dráttarvélar og létt bifhjól
(,,skellinöðrur“). 1 71. gr. UFL er mælt fyrir um skylduslysatryggingu
á ökumönnum skráningarskyldra ökutækja. Segir þar, að tryggingin
sé „fyrir bótum vegna slyss, sem ökumaður kann að verða fyrir við
starfa sinn“. Sé þetta ákvæði skýrt alveg bókstaflega, nær slysatrygg-
ingin ekki til slysa, er hljótast á ökumönnum við akstur, sem ekki er í
neinum tengslum við starf þeirra. Þeim skýringarkosti verður þó að
hafna. í lokaákvæði 71. gr. UFL segir, að tryggt skuli eftir þeim
reglum, sem Tryggingastofnun ríkisins eru settar. ATL gera ekki
neina takmörkun á tryggingarverndinni að þessu leyti, sjá c-lið 29. gr.
og 36. gr. ATL. f upphafi 27. gr. ATL segir og berum orðum, að
slysatryggingar taki til „slysa við vinnu, iðnnám ... og stjórnun afl-
véla og ökutækja“. Leikur því enginn vafi á, að slysatrygging öku-
manns skráðs ökutækis tekur til hvers konar slysa, er maður verður
fyrir við stjórn ökutækisins, þ. ám. slysa, sem ökumenn einkabifreiða
verða fyrir við akstur í tómstundum. Það er þó skilyrði eftir c-lið 29.
gr. ATL, að slasaði hafi „umráð“ yfir ökutækinu. Verður að skilja
ákvæðið svo, að eigi sé skylt að greiða bætur til manns, sem slasast
við stjórn ökutækis, er hann hefur tekið í algeru heimildarleysi, sbr.
til hliðsjónar 2. mgr. 69. gr. UFL.
Iðnnemar eru tryggðir gegn slysum, er verða við iðnnám (og vinnu
í sambandi við námið), sbr. 1. mgr. 27. gr. ATL. Iþróttafólk er tryggt
gegn slysum, er hljótast við hvers konar íþróttaæfingar, íþróttasýn-
ingar og íþróttakeppni, sbr. 1. mgr. 27. gr. ATL.
5. Hvað er slys?
I ATL er engin skilgreining á því, hvað teljist slys í merkingu lag-
anna. Verður því að fara eftir almennri málvenju og eðli máls. Telja
verður, að með orðinu slys sé fyrst og fremst átt við skyndilegan utan-
aðkomandi atburð, sem veldur meiðslum á líkama. (Sbr. til hliðsjónar
1. gr. almennra slysatryggingarskilmála íslenskra vátryggingafélaga.)
149