Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 15
fólki veittur réttur til slysabóta, ef nánar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi. Láti slasaði eftir sig börn (fósturbörn) yngri en 17 ára, greiðist barnalífeyrir, sem nú nemur 99.108 kr. á ári fyrir hvert barn, sjá c-lið 35. gr. og 14. gr. ATL (um fósturbörn sjá 3. mgr. 35. gr.). Lífeyririnn greiðist mánaðarlega, sbr. 56. gi’., þ. e. með 8.259 kr. á mánuði. Barna- lífeyrir gTeiðist foreldrum barnanna eða þeim öðrum, er annst fram- færslu þeirra að fullu, c-liður 35. gr., sbr. 5. mgr. 14. gr. ATL. Barn (fósturbarn) eldra en 16 ára, sem var á framfæri hins látna vegna örorku, þegar slysið varð, á rétt á eingreiðslu skv. nánari régl- um í d-lið 35. gr., sbr. 3. mgr. Sama gildir um systkini hins látna, er eins stendur á. Bótagreiðslur skv. d-lið 35. gr. eru mjög fátíðar. Foreldrar (fósturforeldrar) eiga líka rétt á eingreiðslu, sjá frekar e-lið 35. gr., sbr. 3. mgr. 35. gr. Ef hinn látni lætur ekki eftir sig aðstandendur, er rétt eiga til bóta skv. ofangreindu, skal bæta slysið með fjárhæð, sem tiltekin er í 2. mgr. 35. gr. Fjárhæðin skiptist að jöfnu milli barna hins látna, ef á lífi eru, en ella rennur hún til dánarbús hans. Athuga ber, að hér er um að ræða börn eldri en 16 ára, sem ekki eru öryrkjar og falla því ekki undir regl- una f d-lið 35. gi'. 7.5. Heimildir til að víkja frá bótareglum í ATL eru nokkur ákvæði, sem heimila frávik frá bótareglum bóta- þega í hag, sjá 2. og 3. mgr. 32. gr. og 2. mgr. 33. gr. 7.6. Viðbótartrygging skv. 76. gr. ATL I 76. gr. er mælt svo fyrir, að ráðherra geti ákveðið, að útgerðarmönnum skuli skylt að tryggja áhættu þá vegna bótaskylda slysa og veikinda, sem þeir bera skv. 18. gr. sjómannalaga nr. 67/1963, þannig að Tryggingastofnunin greiði hinum tryggða fullt kaup eða aflahlut jafnlangan tíma og sjómannalög ákveða hverju sinni. Með orðunum „hinum tryggða" sýnist átt við tryggingarskyldan. Komi það hins vegar fyrir, að tryggingarskyldur geti ekki greitt skipverja kaup í slysaforföllum, eins og sjóml. mæla fyrir um, mætti telja eðlilegt og í samræmi við hinn félagslega tilgang ATL, að slysa- tryggður skipverji gæti krafið Tryggingastofnun ríksins um greiðslur skv. 76. gr. Með 3. mgr. 18. gr. sjóml. er skipverjum veittur réttur til kaups úr hendi útgerðar- manns í tiltekinn tíma (1 eða 2 mánuði eftir því hvaða stöðu skipverji gegnir; og þó aldrei í fleiri daga en skipverji hefur verið í þjónustu útgerðarmanns), þegar hann er óvinnfær vegna sjúkdóms eða slyss meðan á ráðningartíma stendur. Utgerðar- manni er skylt að greiða kaupið, þótt hann beri ekki skaðabótaábyrgð á veikindum eða slysi eftir skaðabótareglum utan samninga. Fyrrnefnt ákvæði ATL veitir þannig heimild til að koma á fót skyldutryggingu, sem bætir útgerðarmönnum tjón, er þeir 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.