Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 55
í ræðu formanns stjórnar minningarsjóðsins kom fram, að sjóðurinn hefur
starfað í rúm sex ár. í samræmi við skipulagsreglur hans var tvivegis veittur
styrkur úr sjóðnum til skrifa á ritgerðum. Fyrri styrkinn hlaut Ingvi Þorsteins-
son magister fyrir ritgerðina ,,Gróðurvernd“, sem Landvernd gaf út árið 1972,
en seinni styrkinn fékk Ingólfur Hjartarson fyrir að skrifa um atvinnulýðræði,
og var sú ritgerð gefin út af Stjórnunarfélagi Islands á þessu ári. Þá gaf
sjóðurinn út safn ræða og ritgerða Ármanns í bókinni Manngildi.
Afhending listaverksins til lagadeildarinnar er annað af lokaverkefnum
sjóðsins, en starfi hans lýkur með innréttingu bókasafns- og rannsóknarher-
bergis í nýja Sjálfstæðishúsinu í samvinnu við Samband ungra Sjálfstæðis-
manna, en Ármann Sveinsson var framkvæmdastjóri þess um skeið.
(Fréttatilkynning.)
ORATOR
Stjórn Orators, félags laganema, skipuðu starfsárið 1974—’75 eftirtalin:
Kjartan Gunnarsson, formaður, Steinunn Margrét Lárusdóttir, varaformaður
og ritstjóri Úlfljóts, Ftagnhildur Hjaltadóttir, ritari, Berglind Ásgeirsdóttir, gjald-
keri og Gunnar Guðmundsson. Þessi stjórn var kjörin 7. nóvember 1974 og
sat til aðalfundar 6. nóvember 1975.
Auk stjórnarinnar störfuðu 11 nefndir skipaðar samtals 30 laganemum að
málefnurn félagsins.
Starfsemi Orators var í meginatriðum í svipuðum skorðum og mörg undan-
farin ár. Helstu viðfangsefnin voru félagsfundir, málflutningsæfingar, kennslu-
málefni og skemmtistarfsemi ýmis konar. Þá voru samskipti við erlenda stúd-
enta og stúdentasamtök all umfangsmikil.
Á starfsárinu voru haldnir 9 félagsfundir og 2 aðrir fundir. Eru þá ekki taldir
með umræðufundir á eftir málflutningsæfingum og í vísinda- og kynnisferð-
um. Tveir þessara funda voru opnir almenningi. Á öðrum ræddu Ölafur Jó-
hannesson dómsmálaráðherra og Styrmir Gunnarsson ritstjóri um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda. Á síðara opna fundinum fjölluðu þeir Jónatan Þórmunds-
son lagaprófessor, Björn Bjarnason guðfræðiprófessor og Orn Bjarnason
skólayfirlæknir um líknardráp. Þessi fundur var haldinn í Norræna húsinu og
var mjög fjölsóttur.
Málflutningsæfingar urðu tvær á árinu. Enginn sjónvarpsþáttur var unmnn
af laganemum á árinu vegna andstöðu útvarpsráðs, en nú hefur sú^afstaða
breyst, og er um þessar mundir unnið að þættinum „Réttur er settur . Verð-
ur þar fjallað um umgengnisrétt foreldris við barn sitt.
Á þessu ári kom út XXVIII. árgangur Úlfljóts. Ekki voru öll fjögur tölublöðin
komin út, þegar aðalfundur var haldinn, en þau tvö, sem þá voru eftir sjá
væntanlega dagsins Ijós fyrir áramót. Fjárhagur Úlfljóts er með allra versta
móti, m. a. vegna útgáfu kennslurita. Af þeim sökum var áskriftarverð hækkað,
og væntanlega verður árgangurinn ekki mikið meira en 350 síður. Nauðsynin
á útgáfu Úlfljóts er þó að mati aðstandenda síst minni nú en áður fyrr. Á
þessu ári kom út síðara bindið af Stjórnarfarsrétti Ólafs Jóhannessonar, end-
urskoðað af Páli Sigurðssyni dósent.
193