Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 21
njóti einhverra sérstakra réttinda umfram þann rétt, er hann hefur
sem bótaþegi. Með öðrum orðum: Veitir iðgjaldsgreiðsla tryggingar-
skylds honum sérstaka tryggingarvernd, sem aðrir en bótaþegar hafa
ekki?
Fyrrnefndar spurningar varða rétt Tryggingastofnunar ríkisins til
þess að endurkrefja tryggingarskyldan, ef hann ber skaðabótaábyrgð
á slysi, sem stofnunin hefur gi-eitt skv. ákvæðum IV. kafla ATL. Um
þetta eru reglur í 58. gr.
Annar málsl. 58. gr. er á þesa leið:
„Endurkröfurétturinn gildir þó ekki gagnvart atvinnurekanda, að
því er varðar bætur vegna slysa, er starfsmenn hans verða fyrir,
nema hann eða trúnaðarmenn hans hafi valdið slysinu af ásetningi
eða stórfelldu gáleysi.“
Ákvæði þetta veitir tryggingarskyldum atvinnurekanda mjög mik-
ilsverða réttarvernd, þannig að réttarstöðu hans má að vissu leyti jafna
til stöðu „vátryggðs“, skv. almennum reglum VSL. Ymis rök eru fyrir
því að veita tryggingarskyldum atvinnurekanda slíka vemd. ATL
léggja þá skyldu á hann að bera kostnað af slysatryggingunni. Atvinnu-
rekandi getur líka keypt vátryggingu hjá einkavátryggingafélögum
vegna slysa, er starfsmenn hans verða fyrir. (Bótareglur síðargreindra
vátrygginga eru mjög frábrugðnar bótareglum ATL.) Skilmálar einka-
vátryggingafélaga og VSL veita atvinnurekanda, sem hefur slysatrygg-
ingu eða ábyrgðartryggingu fulla vernd gegn endurkröfum sem þess-
um. Er óeðlilegt, að almannatryggingalöggjöf sé strangari gagnvart
atvinnurekanda en lög og skilmálar um vátryggingarsamninga einka-
aðila. Að vísu gengur 2. málsl. 58. gr. ATL ekki eins langt til hagsbóta
fyrir tryggingarskyldan atvinnurekanda eins og reglur um einkavá-
tryggingar, en ákvæðið er þó drjúgt spor í rétta átt. Umrætt ákvæði
var fyrst tekið upp í lög árið 1963, sbr. 64. gr. ATL nr. 40/1963. Um
ákvæðið segir í grg., er fylgdi frv.: „Virðist eðlilegt, að atvinnurek-
andi njóti nokkurs öryggis með iðgjaldagreiðslum sínum, ef ekki er
um stórkostlegt gáleysi eða ásetning að ræða.“14 Löngu áður en regla
þessi var lögfest hafði Hæstiréttur án sérstakrar lagaheimildar sýknað
tryggingarskyldan atvinnurekanda af endui’kröfu Tryggingastofnunar
ríkisins, vegna þess að honum varð ekki metið slys á starfsmanni hug-
í'ænt til sakar, sjá Hrd. 1942, 199.
Athygli skal vakin á, að undanþágan í 58. gr. frá endurkröfux’étti
gildir aðeins um atvinnurekendur. Aðrir trýggingarskyldir, svo sem
14 Alþt. 1962 A, 1154.
159