Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 21
njóti einhverra sérstakra réttinda umfram þann rétt, er hann hefur sem bótaþegi. Með öðrum orðum: Veitir iðgjaldsgreiðsla tryggingar- skylds honum sérstaka tryggingarvernd, sem aðrir en bótaþegar hafa ekki? Fyrrnefndar spurningar varða rétt Tryggingastofnunar ríkisins til þess að endurkrefja tryggingarskyldan, ef hann ber skaðabótaábyrgð á slysi, sem stofnunin hefur gi-eitt skv. ákvæðum IV. kafla ATL. Um þetta eru reglur í 58. gr. Annar málsl. 58. gr. er á þesa leið: „Endurkröfurétturinn gildir þó ekki gagnvart atvinnurekanda, að því er varðar bætur vegna slysa, er starfsmenn hans verða fyrir, nema hann eða trúnaðarmenn hans hafi valdið slysinu af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.“ Ákvæði þetta veitir tryggingarskyldum atvinnurekanda mjög mik- ilsverða réttarvernd, þannig að réttarstöðu hans má að vissu leyti jafna til stöðu „vátryggðs“, skv. almennum reglum VSL. Ymis rök eru fyrir því að veita tryggingarskyldum atvinnurekanda slíka vemd. ATL léggja þá skyldu á hann að bera kostnað af slysatryggingunni. Atvinnu- rekandi getur líka keypt vátryggingu hjá einkavátryggingafélögum vegna slysa, er starfsmenn hans verða fyrir. (Bótareglur síðargreindra vátrygginga eru mjög frábrugðnar bótareglum ATL.) Skilmálar einka- vátryggingafélaga og VSL veita atvinnurekanda, sem hefur slysatrygg- ingu eða ábyrgðartryggingu fulla vernd gegn endurkröfum sem þess- um. Er óeðlilegt, að almannatryggingalöggjöf sé strangari gagnvart atvinnurekanda en lög og skilmálar um vátryggingarsamninga einka- aðila. Að vísu gengur 2. málsl. 58. gr. ATL ekki eins langt til hagsbóta fyrir tryggingarskyldan atvinnurekanda eins og reglur um einkavá- tryggingar, en ákvæðið er þó drjúgt spor í rétta átt. Umrætt ákvæði var fyrst tekið upp í lög árið 1963, sbr. 64. gr. ATL nr. 40/1963. Um ákvæðið segir í grg., er fylgdi frv.: „Virðist eðlilegt, að atvinnurek- andi njóti nokkurs öryggis með iðgjaldagreiðslum sínum, ef ekki er um stórkostlegt gáleysi eða ásetning að ræða.“14 Löngu áður en regla þessi var lögfest hafði Hæstiréttur án sérstakrar lagaheimildar sýknað tryggingarskyldan atvinnurekanda af endui’kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, vegna þess að honum varð ekki metið slys á starfsmanni hug- í'ænt til sakar, sjá Hrd. 1942, 199. Athygli skal vakin á, að undanþágan í 58. gr. frá endurkröfux’étti gildir aðeins um atvinnurekendur. Aðrir trýggingarskyldir, svo sem 14 Alþt. 1962 A, 1154. 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.