Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 42
hvort hún gangi aðila í vil eða móti. Hins vegar gæti sú staðreynd, að aðila væri þegar kunnugt um efni ákvörðunar, leitt til þess, að birting teldist óþörf. Gangi ákvörðun aðila í móti, er ekki nægilegt að birta honum efni hennar eitt. Jafnframt á að gefa honum til kynna, hvers beri að gæta í sambandi við kæru til æðri stjórnsýsluhafa, — þá fyrst og fremst, hvert eigi að kæra og hver sé kærufrestur. Að auki á aðili heimtingu á að fá að vita, hvort skiptar skoðanir hafi ríkt við afgreiðslu máls, — einkum hvort sérálit hafi verið bókað eða komið fram í umsögn annars stjórnvalds en þess, er ákvörðun tók. 2.3.5. Af orðalagi 19. gr. FL leiðir, að stjórnvaldi er heimilt að leið- rétta auglj ósar rit- og reikniskekkj ur, svo og aðrar sambærilegar villur, í ákvörðun sinni. Sem dæmi um villu, er leggja má að jöfnu við rit- og reikniskekkjur, er sá misgáningur að taka einn mann fyrir annan. Þeir annmarkar á ákvörðun, er stafa t. d. af gallaðri málsmeðferð eða rangri lögskýringu, eru aftur á móti annars eðlis. (Heimild sænskra stjórnvalda til að leiðrétta augljósar skekkjur í ákvörðunum sínum svipar til heimildar íslenskra dómara skv. 195. gr. 2. mgr. 1. nr. 85/ 1936. Af 19. gr. FL verður þó ekki dregin sú gagnályktun, að stjórn- völd geti ekki í öðrum tilvikum breytt ákvörðunum sínum.) 19. gr. FL býður annars stjórnvaldi að gefa málsaðila, sé þess þá þörf, tækifæri til að láta í ljós álit, áður en ákvörðun er leiðrétt. (Ákvæðið tengist því á vissan hátt 15. gr. laganna, er fjallar almennt um tilkynningaskyldu stjórnvalda.) 3.0. Niðurlag. 3.1. Svíar voru ekki fyrstir Norðurlandaþjóða til að lögfesta almennar reglur um málsmeðferð hjá stjórnvöldum, þótt hugmyndin hafi komið fyrst fram opinberlega í Svíþjóð. Árið 1967 voru sett i Noregi lög um meðferð mála í stjórnsýslunni, — lov om behandlingsmáten i forvalt- ningssaker (Fvl.). Við fyrstu sýn virðast norsku stjórnsýslulögin vera gerólík þeim sænsku: Fvl. eru bæði mun lengri og ítarlegri en FL — og að auki öðru vísi upp byggð. í FL er t. d. ekki að finna skilgreiningar á helstu hugtökum, er fyrir koma í lögunum — öfugt við Fvl. 1 þeim síðastnefndu er og gerður greinarmunur á stjórnarathöfnum (einstak- legum stjórnvaldsákvörðunum) og stjórnvaldsfyrirmælum (almennum stjórnvaldsákvörðunum) — þannig að þrír kaflar laganna eiga aðeins við stjórnarathafnir, meðan einn kafli tekur sérstaklega til stjórn- valdsfyrirmæla. 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.