Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 50
ráðist af því, hvaða stefnu verður fylgt í atvinnu- og rannsóknarmálum. Ný
starfssvið fyrir lögfræðinga eru til og hefur verið bent á ýmsa stjórnsýslu,
bæði störf á vegum ríkis og sveitarfélaga, einkum við samningu lagafrum-
varpa og almennra stjórnsýslufyrirmæla, svo og við uppkvaðningu úrskurða.
Prófessor Þórir Einarsson flutti næstur framsöguerindi. Bar það yfirskrift-
ina „Hvað hefur ráðið þróun kennslu á háskólastigi fram til þessa?“ Með
erindinu lagði Þórir fram töflu með upplýsingum um stúdenta við H.í. 1970—
1975. Á þessari töflu mátti sjá, að mjög algengt er, að stúdentar hætti námi.
Ragnar Halldórsson forstjóri flutti erindi: „Er núverandi stjórnun í þjóðfélag-
inu til þess fallin, að háskólamenntað starfsfólk nýtist með eðlilegum hætti?“
Ragnar ræddi m. a. um það, að atvinnulífið hér á landi einkenndist af mjög
smáum einingum og að mjög smáar rekstrareiningar gætu ekki staðið undir
launagreiðslum til háskólamenntaðra sérfræðinga. Gat Ragnar þess, að
rannsóknarstarfsemi hér á landi hefði átt erfiðara uppdráttar en í flestum
menningarlöndum. Taldi Ragnar, að orsakir þess mætti að nokkru rekja til
þessara smáu rekstrareininga í atvinnulífi okkar.
Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur flutti erindi um mannaflaspár og notk-
un þeirra við áætlanagerðir. Jóhann Hannesson menntaskólakennari ræddi
spurninguna, hvort ríkja ætti stjórnun um aðgang að háskólanámi eða hvort
einstaklingsákvarðanir eigi að ráða ferðinni. Fulltrúi frá S.H.Í., Arnlín Óla-
dóttir, flutti síðan erindi um námsval stúdenta. Umræður um þessi efni öll
urðu mjög fjörugar.
Seinni dag ráðstefnunnar var fjallað um framtíðarverkefni og þarfir fyrir
háskólamenntað starfsfólk á sviði heilbrigðismála, iðnaðar, landbúnaðar, sjáv-
arútvegs, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar, verslunar og viðskipta,
kennslu og rannsókna í raunvísindagreinum, kennslu og rannsókna í hugvís-
indagreinum og opinberrar stjórnsýslu. Þeir sem framsöguerindi fluttu voru:
Örn Bjarnason, Vilhjálmur Lúðviksson, Magnús B. Jónsson, Eggert Jónsson,
Óttar Halldórsson, Þorvarður Elíasson, Örn Helgason, Vésteinn Ólason og
Jón Böðvarsson.
Þegar umræður um þessi efni höfðu farið fram, tóku vinnuhópar til starfa.
Fjölluðu þeir um fjögur efni:
a) Er hætta á offjölgun háskólamenntaðra manna?
b) Á að stjórna aðgangi að háskólanámi?
c) Ný verkefni fyrir háskólamenntað starfsfólk.
d) Stuðlar núverandi stjórnun að eðlilegri nýtingu á háskólamenntuðu
starfsfólki?
Ráðstefnunni lauk síðan með því, að vinnuhóparnir skiluðu skýrslu um
störf sín. Margt fróðlegt kom fram í umræðum þennan síðari dag ráðstefn-
unnar, þó að ekki sé unnt að rekja það hér. Hins vegar er ástæða til að und-
irstrika mikilvægi þeirra upplýsinga, sem fram koma í skýrslu Magnúsar Skúla-
sonar um fjölda háskólamanna, og af þeim sökum eru þær birtar með þessari
fréttagrein.
188
Kristjana Jónsdóttir