Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 13
7. Tegaindir bóta og fjárhæðir Bætur slysatryggingar eru sjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur, 31. gr. ATL. Má því skipta slysabótum í 4 meginflokka: 1. Bætur fyrir sjúkrakostnað skv. 32. gr. ATL. 2. Bætur fyrir tímabundna örorku, þ. e. dagpeningar skv. 33. gr. ATL. 3. Bætur fyrir varanlega örorku skv. 34. gr. ATL. 4. Dánarbætur skv. 35. gr. ATL. 7.1. Bætur fyrir sjúkrakostnað Ségja má, að í stórum dráttum greiði slysatryggingin allan nauð- synlegan kostnað vegna lækningar hins slasaða og tjóns á gervilimum og öðrum svipuðum hjálpartækjum. Allir algengustu kostnaðarliðir eru greiddir að fullu, svo sem læknishjálp, sjúkrahúsvist, lyf, tannviðgei’ð- ir, gervilimir, sjúkraflutningur fyrst eftir slys og sjúkraþjálfun, sjá nánar 32. gr. ATL. Skv. þeirri gr. er heimilt að greiða fyrir hjúkrun í heimahúsum, sem veitt er af vandalausum, og styrk upp í kostnað við þær tannviðgerðir, er ekki bætast að fullu eftir aðalreglunni í 32. gr. Það er skilyrði fyrir greiðslu bóta vegna sjúkrakostnaðar, að slys valdi sjúkleika og vinnutjóni í minnst 10 daga. 7.2. Bætur fyrir tímabundna örorku Ef slasaði verður óvinnufær í a. m. k. 10 daga, á hann rétt á bótum fyrir tímabundna örorku, svonefndum dagpeningum. Greiðast þeir frá og með 8. degi eftir að slys varð, 33. gr. ATL. Um það, hvenær greiðslu dagpeninga lýkur, eru reglur 1 1. mgr. 33. gr. Dagpeningar nema nú 870 kr. á dag. Hafi slasaði barn eða börn á framfæri, greiðast auk þess 188 kr. fyrir hvert bara. Ef slasaði heldur óskertum launum, þó að hann sé óvinnfær, fær hann enga dagpeninga. Nánari reglur um rétt slasaða til dágpeninga eru í 33. gr. Aðalreglan er sú, að það er slasaði sjálfur, sem á rétt á dagpeningum. Vinnuveitandi hans öðlast þó rétt til dagpeninga, ef vinnuveitandi greiðir slasaða laun í veikindaforföllum, sbr. 5. mgr. 33. gr. 7.3. Bætur fyrir varanlega örorku Bætur greiðast aldrei fyrir varanlega örorku, sem er minni en 15%. örorkubótum skv. 34. gr. ATL má skipta í tvennt: Annars végar eru bætur fyrir varanlega örorku frá 15% upp í 49%. Sú örorka er venjulega bætt með greiðslu, sem innt er af hendi í eitt skipti fyrir öll (svonefnd eingreiðsla). Eingreiðslan jafngildir lífeyri hlutaðeiganda 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.