Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 10
4. Hvenær og hvar eru menn slysatryggðir? Um þetta eru reglur í 27. gr. ATL. Skv. þeim eru launþegar og at- vinnurekendur einungis tryggðir gegn slysum, sem verða við vinnu. Skv. 2. mgr. 27. gr. telst maður vera við vinnu: a. Þegar hann er á vinnustað, á þeim tíma, sem honum er ætlað að vera að störfum, svo og í matar- og kaffitímum. b. í sendiferðum í þágu atvinnurekstrar eða í nauðsynlegum ferð- um til vinnu og frá, enda sé aðeins um að ræða ferðir, sem farnar eru samdægurs milli vinnustaðar og heimilis eða matstaðar. Sama gildir um lengri ferðir af þessu tagi, ef starfsmaður er á launum hjá vinnuveitanda í ferðinni. Af framangi-eindu er ljóst, að slysatryggingin nær til ýmissa slysa annarra en vinnuslysa í þrengstu merkingu þess orðs. 1 3. mgr. 27. gr. ATL eru frekari ákvæði um, hvað teljist vera slys við vinnu. Það telst ekki vera slys við vinnu, ef slys hlýst af athöfnum slasaða sjálfs, er ekki standa í neinu sambandi við vinnuna. Vafi getur leikið á því, hvernig beri að skýra orðin „ekki standa í neinu sambandi við vinnuna". Hve fjarlægt þarf slysið að vera störfum slasaða til þess að bótaréttur glatist? Þessari spurningu getur verið erfitt að svara. Þó virðist Ijóst, að slys, sem verða t. d. vegna áfloga á vinnustað, ber ekki að bæta skv. lögunum.3 Búast má við, að nokkuð oft komi upp tilvik, þar sem slysið er í litlum eða engum tengslum við vinnuna sjálfa, ekki síst sökum þess að lögin taka til slysa, er verða í matar- og kaffitímum og á leið til vinnu og frá. Sem dæmi má nefna, er laun- þegi slasast í knattspyrnu með vinnufélögum sínum í matarhléi. Slysa- tryggingin myndi ekki ná til slíks slyss. Benda má á, að slysatrygg- ingunni er skylt að greiða bætur vegna umferðarslyss, sem starfs- maður verður fyrir á ferðum til vinnustaðar og frá, ef bótaskilyrðum láganna er að öðru leyti fullnægt. Um slys á sjómönnum gildir sú sérregla skv. 3. mgr. 27. gr. ATL, að tryggingin tekur til allra slysa, sem verða um borð í skipi sjómanns- ins, svo og slysa á sjómanni, þegar hann er staddur ásamt skipinu utan heimahafnar eða útgerðarstaðar skips. Þessi sérregla felur það m. a. í sér, að greiða ber bætur fyrir slys, er hljótast af athöfnum, sem standa í engu sambandi við vinnu sjómanns, eins og t. d. slys af völdum skotvopns, sem sjómaður hefur með höndum um borð í skipi 3 Úrlausn þessa atriðis þarf ekki að vera á sömu lund og í skaðabótarétti að því er varðar ábyrgð atvinnurekanda á saknæmum verkum starfsmanna, sbr. Hrd. 1962, 74. 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.