Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 40
Stjórnvald á ekki aðeins að láta aðila vita um tilvist gagna, sem
lögð hafa verið fram, heldur og um, hvað þau hafa að geyma, t. d.
meginefni skjala. Yfirleitt nægir, að hann sé látinn vita, áður en end-
anleg efnisákvörðun er tekin. Hugsanlegt er, að það skuli gert fyrr,
þurfi t. d. að taka mikilvæga ákvörðun, er snertir meðferð málsins.
Ætlast er til, að tilkynning stjórnvalds sé skrifleg, en hún getur einnig
verið í formi munnlegrar orðsendingar.
Þá á að gefa aðila ráðrúm til að láta í ljós álit á málsefni. Frum-
skilyrði þess er, að hann fái sanngjarnan frest til þess. Honum er svo
vitanlega í sjálfsvald sett, hvort hann notfærir sér þennan rétt sinn
og þá með hvaða hætti.
Tilkynningaskylda sú, sem boðin er í 15. gr., er ekki undantekninga-
laus. Stjórnvald getur látið hjá líða að senda tilkynningu, sé þess aug-
ljóslega ekki þörf, sbr. 15. gr. 1. tl. Sú er m. a. raunin, þegar Ijóst er,
að ákvörðun mun ganga aðila í hag, eða um er að ræða fram lögð gögn
með upplýsingum, sem honum eru kunnar, s. s. fæðingarvottorð, próf-
skírteini o. þ. h. Þá eru nokkrar stjórnvaldsákvarðanir þess eðlis, að
tilkynning til aðila getur hæglega komið í veg fyrir fullnustu þeirra.
Sem dæmi má nefna bann við för manns úr landi eða úrskurð þess
efnis, að hald skuli lagt á muni. Aðrar ákvarðanir þola enga bið. (Sjá
2.2.1. að framan.) Stjórnvald er eðli máls samkvæmt undanþegið til-
kynningaskyldu í þessum tilvikum, sbr. 15. gr. 3. og 4. tl. Sama máli
gegnir um þær stjórnvaldsákvarðanir, sem teknar eru með vitund að-
ila, en án þess að tillit sé tekið til álits hans. Því getur stjórnvald veitt
stöðu, rannsóknastyrk eða gefið einkunn fyrir próf, þótt hlutaðeigandi
sé hvorki látinn vita eða veitt tækifæri til að tjá sig, sbr. 15. gr. 2. tl.
Þá er tilkynningaskylda skv. 15. gr. að sjálfsögðu sömu almennu tak-
mörkunum bundin og réttur aðila til að kynna sér málsgögn skv. 14.
gr., sbr. 15. gr. 3. mgr.
2.3.2. Sjálf meðferð mála hjá stjómvöldum fer að mestu leyti fram
skriflega. Það getur aftur á móti verið til hægðarauka bæði fyrir
stjórnvöld og einstaklinga, að málsmeðferð sé að hluta munnleg.
Þessu til áréttingar er í 16. gr. FL að finna heimild til handa málsað-
ila að koma erindi sínu á framfæri munnlega. Stjórnvald getur þó neit-
að að taka á móti erindi í slíku formi, sé sérstök ástæða til þess, t. d. er
eðlilegt að gera þá kröfu, að umsóknir um starf séu skriflegar. Stjórn-
valdi er skylt að skrá þann hluta munnlegs erindis, er máli skiptir,
þannig að það sé varðveitt efnislega og grípa megi til þess á síðara
stigi málsmeðferðar.
178