Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 17
launþega og iðnnema, er þeir hafa í þjónustu sinni, sbr. a- og b-liði 29. gr. Einnig borga þeir iðgjöld af eigin slysatryggingum, sbr. d-lið 29. gr. og a- og b-liði 30. gr., sbr. einnig síðai’i málsl. 2. mgr. 30. gr. Um skyldu atvinnurekanda, sem starfaði hjá eigin fyrirtæki, til greiðslu iðgjalds vai' fjallað í dómi bæjarþings Reykjavíkur, sem ómerktur var með Hrd. 1957, 155. 1 öðru lagi skulu eigendur ökutækja og aflvéla greiða iðgjald af slysa- tryggingu stjórnenda þessara tækja, 36. gr., sbr. c-lið 29. gr. Hér er greint á milli annars vegar slysatryggingar stjórnenda ökutækja og hins vegar slysatryggingar stjórnenda aflvéla. Nefnd ákvæði einskorða ekki slysatrygginguna við stjórnendur skráningarskyldra ökutækja skv. UFL, sbr. 2. og 4. kafla hér að fram- an. Auk þeirra nær tryggingin til stjórnenda vélsleða, sbr. 6. mgr. 36. gr. Af ATL verður lítið ráðið hverjar aflvélar við er átt. 1 6. mgr. segir þó, að með reglugerð skuli ákveða fast ársiðgjald vegna trillubáta, bif- hjóla, vélsleða, reiðhjóla með hjálparvél (nú léttra bifhjóla, sbr. 11. gr. UFL), heimilisdráttarvéla og annarra meiri háttar heimilisaflvéla. Eins og áður segir, gildir um þetta reglugerð nr. 7/1964, sbr. reglugerð nr. 391/1974, en þar (í 11. gr.) eru einungis ákveðin iðgjöld vegna raf- stöðva, súgþuri'kunartækja og heyblásara, auk sumra tækja þeirra, sem nefnd eru í síðastgreindu lagaákvæði. 1 þriðja lagi skulu Iaunþegar skv. c-lið 30. gr. greiða iðgjöld af slysa- tryggingum sínum, 1. mgr. 36. gr. I fjórða lagi hljóta þeir, sem óska slysatryggingar við heimilisstörf skv. 2. mgr. 30. gr., að vera skyldir til að greiða iðgjald, þótt þess sé hvergi getið beinlínis í ATL. I fimmta lagi skulu greidd iðgjöld fyrir slysatryggingu íþróttafólks, sjá 5. mgr. 36. gr. ATL, sbr. lög nr. 39/1975. Segir þar, að iðgjöld vegna íþróttafólks greiðist sameiginlega af ríkissjóði og Iþróttasam- bandi Islands og skuli nánari ákvæði um skiptingu iðgjaldsgreiðslna, svo og um slysatryggingar íþróttafólks, sett í reglugerð í samráði við íþróttasamband Islands. Reglugerð þessi hefur ekki verið sett, þegar þetta er ritað (í desember 1975). Svo sem kom fram hér á undan gerir 6. mgr. 36. gr. ATL ráð fyrir, að eigendur trillubáta greiði iðgjald af slysatryggingu áhafna. Er fjár- hæð iðgjalda og ákveðin í fyrrnefndum reglugerðum. Eigendur trillu- báta munu flestir teljast atvinnurekendur, svo að þeim er, sem slíkum, skylt að bera kostnað af slysatryggingu launþéga. Maður, sem notar trillubát í atvinnuskyni, getur sjálfur verið slysatryggður skv. a- eða b-lið 30. gr. ATL. Hins vegar er óljóst, hvort skýra á ATL þannig, að 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.