Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 8
Auk þeirra geta fleiri aðilar notið tryggingar, skv. IV. kafla, ef þeir sjálfir óska þess. Það eru: 1. Atvinnurekendur, sem starfa að eigin atvinnurekstri, sjá frekar a- og b-liði 30. gr. 2. Launþegar, er ekki falla undir tryggingarskylduna skv. 29. gr. ATL. 3. Þeir, sem stunda heimilisstörf. Um nánari skilyrði fyrir því, að síðastgreindir aðilar fái slysatrygg- ingu, vísast til 30. gr. ATL. Skv. þeirri grein á ósk um slysatryggingu að koma fram á skattframtali viðkomandi einstaklinga, ýmist þannig, að slysatryggingin verður virk, nema tekið sé fram í skattframtali, að tryggingar sé ekki óskað (trygging skv. 1. og 2. tl. hér að ofan), eða að menn njóta slysatryggingar, ef þeir geta um þá ósk sina í skattfram- tali (trygging skv. 3. tl.). Eftir framansögðu er slysatrygging almannatrygginganna tvenns konar, annars vegar skyldutrygging eftir 29. gr. og hins vegar frjáls trygging eftir 30. gr. Aðrar reglur um skyldutrygginguna og frjálsu trygginguna eru eins, t. d. um bótarétt og bótafjárhæðir, svo að í raun og veru er hér um sömu slysatrygginguna að ræða. 3. Hugtök I ATL er notkun hugtaka nokkuð á reiki. Orðið tryggður (slysa- tryggður) sýnist hafa sömu merkingu í 27. og 29. gr. ATL. Hins vegar virðist hugtakið „hinn tryggði" í 28. gr. vera annarrar merkingar en tryggður (slysatryggður), sjá í lok þessa kafla. í 29. gr. segir: „Slysa- tryggðir samkvæmt kafla þessum eru: .. .“ og ... „hlutaðeigandi er sannanlega tryggður . ..“. I 27. gr. segir: „... enda sé sá, sem fyrir slysi verður, tryggður ...“. Hér er greinilega átt við þann mann, er líf hans eða heilbrigði hefur verið tryggt, þ. e. þann, sem tryggður er, svo að orðalag VSL sé notað, sjá 121., 124. og 100. gr. þeirra. Hér á eftir verður orðið slysatryggður haft í þessari merkingu, þ. e. um þann einstakling, sem Tryggingastofnun ríkisins ber áhættuna af að slasist. Langoftast á slysatryggður sjálfur kröfu um greiðslu bóta, en það þarf ekki alltaf að vera. Aðaldæmið um, að svo sé ekki, er að sjálf- sögðu það, er slysatryggður maður deyr af slysi. Þá njóta aðrir bóta- réttar, sjá reglurnar í 35. gr. ATL, sbr. 7.4. hér á eftir. Heppilegt er að nota orðið bótaþegi um þann, sem á kröfu til greiðslu slysatrygging- arbóta, er til hennar kemur, sbr. b-lið i.f. 35. gr. ATL. Orðið bótaþegi 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.