Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 56
Hátíðardagur Orators var að venju haldinn hátíðlegur 16. febrúar, sem að þessu sinni bar upp á sunnudag. Dagskrá var með hefðbundnum hætti. Kl. 13.00 var málflutningur í Norræna húsinu og dómsuppsaga á bæjarþingi Ora- tors. Þá flutti prófessor dr. Gunnar G. Schram erindi um hafréttarmálefni. Að því loknu tóku frú Sigrún og Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra á móti laganemum og öðrum gestum (núverandi og fyrrverandi kennurum laga- deildar) í glæsilegu hófi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Um kvöldið var fagnaður á Lækjarhvammi, Hótel Sögu. Heiðursgestur var frú Auður Auð- uns fyrrv. ráðherra. Minni Grágásar flutti Þorsteinn Pálsson cand. jur. Fjórir norrænir gestir sátu hófið, þau Karin Hultén og Jan Wahlström frá Lundi, Suzanne Vallin frá Gautaborg og Per Flod frá Osló. Orator tók þátt í störfum Norræna laganemaráðsins og sóttu fulltrúar hans fundi ráðsins. Einnig átti Orator fulltrúa á seminörum og skemmtunum nor- rænna lagabræðra og systra í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Eins og fyrr er getið komu hingað laganemar til hátíðahaldanna 16. febrúar og dvöldust hér í viku. í nóvember dvöldust hér 3 bandarískir laganemar frá Ohio Northern University um 3 vikna skeið. Þrír fulltrúar Orators fóru síðan til Ohio í sept- ember og dvöldust í Bandaríkjunum um 4 vikna skeið. Á starfsárinu var efnt til 9 vísinda- og kynnisferða, m. a. til Akraness, Þing- valla, Vestmannaeyja og Viðeyjar. Alþingi var heimsótt tvívegis. Að lokum má geta þess, að á þessu ári var gildandi reglugerð lagadeildar breytt nokkuð. Breytingarnar voru þær helstar, að tekið er upp tugakerfi i einkunnagjöf og lágmarkseinkunnir ýmist hækkaðar eða lækkaðar til þess m. a. að ná fram betra samræmi í einkunnagjöf og námsmati. Nokkrar um- ræður og deilur urðu um þessar breytingar, en að lokum voru þær afgreiddar samhljóða og án andstöðu stúdenta. Framangreint yfirlit er tekið saman í desember 1975 úr skýrslu stjórnar félagsins, sem lögð var fyrir aðalfund þess. Kjartan Gunnarsson 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.