Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 31
herra hefur verið veitt sérstök heimild til að taka ákvörðun í einstöku máli eða málaflokki. 1 framhaldi af þessu er rétt að vekja athygli á, að starfslið þjóðþingsins, þ. á m. umboðsmenn þess, starfar almennt eftir ákvæðum FL. 1 öðru lagi ná FL að jafnaði hvorki til sveitarstj órna, sveitarráða né nefnda, sem settar eru á stofn af sveitarstjórnum óháð lagafyrir- mælum, sbr. 2. gr. 2. tl. laganna. Lögin gilda aftur á móti um nefndir, sem kjörnar eru af sveitarstjórnum eftir fyrirmælum laga. Þannig hafna t. d. barnaverndar-, bygginga- og heilbrigðisnefndir innan gildis- sviðs FL, en aðrar falla utan þess, svo sem hafnarstjórnir og íþrótta- og æskulýðsnefndir. Sama á að sjálfsögðu við starfslið nefndanna. 1 Svíþjóð teljast handhafar fógetavalds, överexekutorer og utmat- ningsmán, til stjórnvalda, en ekki dómenda. Aðfarargerðir og aðrar fógetagerðir eru þess eðlis, að um þær hljóta fremur að gilda réttar- farsreglur en stjórnarfars. Sú hlið af starfi ákæru-, lögreglu- og toll- yfirvalda, er veit að uppljóstrun brota og eftirfarandi málshöfðun, er sama marki brennd. FL ná því ekki til málsmeðferðar af þessu tagi, sbr. 2. gr. 3. og 4. tl. laganna. 2.1.4. Það ræðst af orðalagi 1. gr. 1. mgr. FL að lögin taka að jafnaði til hvers kyns stjórnvaldsákvarðana. Á það jafnt við almennar sem ein- staklegar ákvarðanir. Skiptir ekki máli, hvort þær beinast að einstakl- ingum eða opinberum aðilum eingöngu. Útgáfa reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla, þ. á m. hreinna verklagsreglna, fellur því undir gildissvið FL. Hinar eiginlegu efnisreglur FL eru eins og nærri má geta mjög sund- urleitar. Sumar þeirra, t. d. reglurnar um rétt aðila til að fá aðgang að gögnum máls og skyldu stjórnvalds til að rökstyðja ákvörðun, eru þess efnis, að það bitnar lítið sem ekkert á réttaröryggi, þótt þær nái aðeins til þeirra stjórnvaldsákvarðana einna, er haft geta áhrif á rétt- indi einstaklinga og skyldur. Aftur á móti eykur slíkur fyrirvari á hagkvæmni í stjórnsýslunni, þar eð meðferð þýðingarminni mála — séð frá sjónarhóli almennings — verður öll einfaldari. Efnisreglum FL er því tvískipt: 1 almenn og sérstök ákvæði. Þau fyrrnefndu eiga jafnt við allar stjórnvaldsákvarðanir, en þau síðar- nefndu taka aðeins til hluta þeirra. Hin sérstöku ákvæði eiga eingöngu við þær ákvarðanir stjórnvalda, sem fólgnar eru í beitingu opinbers valds í því skyni að skapa einstaklingum — eða öðrum þeim aðilum, er jafna má til þeirra — réttindi eða baka þeim skyldur, sbr. 3. gr. 1. mgr. FL. Sænskir fræðimenn hafa með hliðsjón af lögskýringargögnum 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.