Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 59
Meðal nýmæla, sem fram komu á þinginu, má nefna, að samþykkt var að koma á fót löggjafarnefnd Dómarafélags íslands til þess að undirbúa tillögur félagsins um löggjafarmálefni. Er verkefni nefndarinnar annars vegar að semja umsagnir um frumvörp, en venja er að nefndir Alþingis sendi D.l. til um- sagnar frumvörp um réttarfarsmálefni o. fl., og hinsvegar að undirbúa sjálf- stætt tillögur um lagabreytingar og nýmæli. 1 hina nýju réttarfarsnefnd D.í. voru kjörnir þeir: Unnsteinn Beck borgarfógeti, Steingrímur Gautur Kristjáns- son héraðsdómari, Haraldur Henrysson sakadómari, Ásgeir Pétursson sýslu- maður, og Magnús Thoroddsen borgardómari. í lok dómaraþings var stjórn Dómarafélags íslands fyrir næsta starfsár kjörin. Hana skipa: Unnsteinn Beck, formaður, Steingrímur Gautur Kristjánsson, ritari, Böðvar Bragason, gjaldkeri, og Björn Hermannsson og Magnús Thoroddsen með- Stiórnendur' Már Pétursson FRÁ AÐALFUNDI DÓMARAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Aðalfundur Dómarafélags Reykjavikur var haldinn hinn 13. nóvember s.l. í skýrslu fráfarandi formanns, Björns Þ. Guðmundssonar borgardómara, kom m. a. eftirfarandi fram: Níu bókaðir stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu og einn almennur félagsfundur. Stjórnin sendi frá sér um 30 bréf og erindi. Ennfremur átti stjórnin fullskipuð viðræðufundi bæði með dómsmálaráðherra og fjármála- ráðherra í því skyni að þoka áfram tveimur helstu baráttuverkefnum félags- ins: Úrbótum í réttarfarslöggjöf og úrbótum í kjaramálum dómara. Raunar má segja að mestallt starf stjórnarinnar hafi lotið að því að vinna að fram- gangi þessara tveggja meginverkefna. Ekki þykir ástæða til að rekja í þessum fréttapistli gang kjaramálanna, en á hinn bóginn þykir upplýsandi að skýra frá þeim helstu erindum er stjórnin bar upp á fundi sínum með dómsmálaráðherra í febrúar s.l., en þar var m. a. fjallað um eftirtaldar tillögur félagsins: 1. Skipun fulltrúa í réttarfarsnefnd. Bent var á að enginn nefndarmanna er héraðsdómari í Dómarafélagi Reykjavíkur. 2. Dómnefndir fjalli um hæfi umsækjenda um dómarastöður. 3. Tilfærslukerfi verði komið á innan dómgæslunnar. 4. Fastara formi og að nokkru leyti nýskipan verði komið á endurmennt- unarmál dómara og leyfi í því skyni. 5. Bygging dómhúss í Reykjavík, sbr. m. a. tillögu Hákonar Guðmunds- sonar fyrrum yfirborgardómara og Þórðar Björnssonar núverandi ríkis- saksóknara frá 1963. 6. Lagfæringa var óskað á frumvarpi um notkun segulbanda í þinghöldum og þess farið á leit að afgreiðslu þess yrði hraðað. 7. Hraðað yrði undirbúningi löggjafar um breytta dómstólaskipan er miði að fullum aðskilnaði framkvæmdavalds og dómsvalds. Auk þessa bar stjórnin upp tillögur um ýmsar breytingar á réttarfarsreglum án umbyltingar á sjálfu réttarkerfinu, svo sem að dómurum yrði að lögum gefið aukið vald til ákvarðana án þess að kveða sífellt upp skriflega úrskurði, 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.