Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 45
Frá
Lögfræðingafélagi
íslands
AÐALFUNDUR 1975 MEÐ FRÆÐILEGUM ÞÆTTI
ASalfundur Lögfræðingafélags íslands 1975 var haldinn að Hótel Sögu
fimmtudaginn 11. desember s.l., og hófst hann kl. 20.30. Formaður, Jónatan
Þórmundsson prófessor, setti fundinn og bauð menn velkomna. Fundarstjóri
var kjörinn Hákon Guðmundsson fyrrverandi yfirborgardómari.
Fundurinn hófst á því, að Gestur Jónsson cand. juris flutti erindi um ,,al-
menna heimild til lækkunar skaðabóta". Gestur lauk embættisprófi frá laga-
deildinni í maí 1975, og hafði hann stundað nám í deildinni skv. hinni nýju
reglugerð. Var erindið útdráttur úr samnefndri prófritgerð hans, en eins og
kunnugt er skrifa laganemar nú í síðasta hluta námsins fræðiritgerðir um
sjálfvalin efni. Að loknu erindi Gests var gert stutt fundarhlé.
Er fundi var fram haldið, var tekið til við venjuleg aðalfundarstörf. Flutti
formaður Jónatan Þórmundsson skýrslu fráfarandi stjórnar um starfsemi fé-
lagsins á liðnu starfsári, en skýrslan lá frammi fjölrituð á fundinum. Að lok-
inni skýrslu formanns kvaddi Páll S. Pálsson hrl. sér hljóðs og þakkaði unnin
störf. Þessu næst voru eftirtaldar skýrslur fluttar: Formaður ríkisstarfsmanna-
deildar félagsins, Stefán Már Stefánsson prófessor, gerði grein fyrir störfum
deildarinnar. Ræddi hann m. a. um kröfugerð varðandi sérkjarasamning fé-
lagsins við ríkið. Þór Vilhjálmsson prófessor, sem sæti á í fulltrúaráði BHM,
flutti skýrslu um starfsemi bandalagsins. Gat hann m. a. sérstaklega um ráð-
stefnu, sem bandalagið hélt í nóvembermánuði s.l. um atvinnumál háskóla-
menntaðra manna. Magnús Thoroddsen borgardómari gerði grein fyrir starf-
semi launamálaráðs BHM, en ráð þetta annast hina almennu kjarasamninga
bandalagsins við ríkið. Ræddi Magnús einkum og skýrði nýgerðan slíkan
samning. Þá gerði framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Kristjana Jóns-
dóttir fulltrúi, grein fyrir rekstursreikningi blaðsins 1974. Loks skýrði gjaldkeri
félagsins, Hjalti Zóphóníasson stjórnarráðsfulltrúi, reikninga félagsins, en þeir
lágu ásamt rekstursreikningi Tímaritsins frammi fjölritaðir. Gerði Hjalti jafn-
framt grein fyrir tillögu fráfarandi stjórnar um að hlutur Lögfræðingafélagsins
í félagsgjaldinu hækkaði úr 900 kr. í 1200 kr. á mann. Tók hann jafnframt fram,
að almenna gjaldið til BHM hefði hækkað úr kr. 1300 í kr. 2200 og samnings-
gjaldið úr kr. 1700 í kr. 2800. Við almennar umræður um framangreindar
skýrslur tóku til máls Stefán Már Stefánsson, Björn Þ. Guðmundsson borgar-
dómari og Magnús Thoroddsen. Því næst voru reikningar samþykktir í einu
hljóði, svo og framangreind tillaga stjórnar um hækkun félagsgjaldanna.
Nú var gengið til kosninga í trúnaðarstöður félagsins. Jónatan Þórmunds-
son gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður. Var Jóhannes L. L.
183