Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 18
skylt sé eða heimilt að veita eigendum trillubáta slysatryggingu vegna áhafna þeirra, ef bátur er ekki notaður í atvinnuskyni. Mun þó fram- kvæmdin vera þannig, að iðgjöld eru einnig lögð á eigendur trillubáta, sem ekki eru notaðir í atvinnuskyni, þótt ekki liggi fyrir ósk um það frá bátseiganda. Vafasamt er, að það hafi stoð í lögum. Álagning iðgjalda er í höndum þessara aðila: skattstjóra, lögskrán- ingarstjóra og innheimtumanna bifreiðaskatts. 1 64. gr. ATL segir, að skattstjóri skuli leggja iðgjöld skv. 36. gr. á með tekju- og eignarskatti og færa þau á skattskrá. Á þetta við um öll iðgjöld af slysatrygging- um, nema iðgjöld vegna lögskráðra sjómanna, en álagningu þeirra annast lögskráningarstjórar og iðgjöld vegna ökumanna bifreiða, en innheimtumenn bifreiðaskatts leggja þau á, 1. mgr. 64. gr. Innheimtu iðgjalda annast yfirleitt þeir aðilar, sem innheimta tekju- og eignarskatt, sbr. 66. gr. Þó innheimta lögskráningarstjórar og inn- heimtumenn bifreiðaskatts þau iðgjöld, er þeir leggja á, sjá 1. mgr. 64. gr. Tryggtngastofnun ríkisins innheimtir sjálf iðgjöld, sem ríkissjóði ber að greiða, sjá 2. mgr. 66. gr. Nánari reglur um álagningu, framtal og innheimtu eru í 64. gr. Slysatryggingariðgjöld njóta lögtaksréttar, sjá 1. mgr. 66. gr. ATL, sbr. Hrd. 1955, 209, 211 og 213. Iðgjöld af slysatryggingum sjómanna og stjórnenda ökutækja og aflvéla eru tryggð með lögveði skv. reglum í 70. gr. ATL. 9. Endurkröfuréttur Tryggingastofnunar ríkisins I 58. gr. ATL er mælt fyrir um endurkröfurétt Tryggingastofnunar ríkisins (sjúkrasamlaga). Fyrri málsl. 58. gr. er svohljóðandi: „Ef umsækjandi á bótakröfu á hendur manni eða stofnun vegna tjóns, sem hann eða hún ber ábyrgð á vegna ásetnings eða gáleysis eða samkvæmt ákvæðum 67. gr. umferðarlaga, nr. 40/1968, eiga tryggingarnar endurkröfurétt fyrir þeim bótum, sem þær hafa innt af hendi vegna tjónsins, án þess að til komi framsal." Lagaákvæðið má skýra eftir orðanna hljóðan, þ. e. a. s., að Trygg- ingastofnun ríkisins eigi því aðeins endurkröfurétt á hendur þeim, sem bótaskyldur er gagnvart „umsækjanda" (þ. e. bótaþega), að bótaskyld- an byggist á saknæmisreglunni, reglunni um ábyrgð atvinnurekanda á saknæmum skaðaverkum starfsmanna, 8. gr. siglingalaga nr. 66/1963 eða sérreglu 67. gr., sbr. 69. gr. UFL. Skv. því væri endurkröfuréttur ekki fyrir hendi á hendur aðila, sem ber bótaábyrgð t. d. eftir ólög- festum hlutlægum bótareglum, bótareglum loftfl. nr. 34/1964 (133. gr. eða 113. gr., sbr. 116. gr.) eða 2. mgr. 205. gr. sigll. nr. 66/1963, sbr. 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.