Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 32
skýrt hugtakið „stjórnvaldsbeiting“, „myndighetsutövning“, svo, að það nái til þess, er stjórnvald tekur í krafti heimildar í lögum eða reg-lugerðum einhliða ákvörðun, sem telst endanleg af þess hálfu. Af því leiðir, að hvorki samningsgerð né ráðgefandi umsögn stjórn- valds rúmast innan hugtaksins. Hin sérstöku ákvæði FL ná fyrst og fremst til einstaklegra stjórn- valdsákvarðana, þ.e. stjórnarathafna. Aftur á móti taka þau einungis til almennra stjórnvaldsákvarðana, þ.e. reglugerða og annarra stjórnvalds- fyrirmæla, eftir að þær hafa verið kærðar, sbr. 3. gr. 2. mgr. FL. Ástæðan er sú, að yfirleitt er ekki um að ræða eiginlega málsaðila, þegar slíkar ákvarðanir eru teknar, heldur koma þeir fyrst til á kæru- stigi. 2.2. Almenn ákvæði. 2.2.1. í 4. og 5. gr. FL er að finna ákvæði um vanhæfi stjórnvalda til meðferðar einstakra mála. Stjórnvald er í fyrsta lagi vanhæft, sé það sjálft við mál riðið, annað- hvort aðili þess eða fært um að kæra ákvörðun í því, eða eigi það að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta. Stjórnvald verður og að víkja sæti, ef því náskyldir eða nátengdir menn eiga á sama hátt hlut að máli, sbr. 4. gr. 1. tl. 1 öðru lagi telst stjórnvald vanhæft, sé það í for- svari fyrir þann, er á hlut að máli, sbr. 4. 'gr. 2. tl. Þetta á jafnt við lögráðamenn einstaklinga og forráðamenn félaga og fyrirtækja, t. d. stjórnarformenn eða framkvæmdastjóra. I þriðja lagi er æðra stjórn- valdi skylt að víkja sæti, hafi það tekið ákvörðun — eða átt þátt í ákvörðunartöku — í sama máli á lægra stjórnstigi, sbr. 4. gr. 3. tl. í fjórða lagi leiðir það til vanhæfis stjórnvalds að tala máli aðila eða aðstoða hann á annan hátt gegn gjaldi, sbr. 4. gr. 4. tl. Stjórnvöld geta því leiðbeint aðilum án þess að verða síðar að víkja sæti í viðkomandi máli, ef það er gert endurgjaldslaust. 1 fimmta og síðasta lagi telst stjórnvald vanhæft, sé sérstakt tilefni til að óttast, að það fái ekki litið hlutdrægnislaust á málavöxtu, sbr. 4. gr. 5. tl. Ákvæði þetta er al- mennt orðað, enda má heimfæra undir það hinar ólíkustu vanhæfis- ástæður, m. a. þær, að stjórnvald sé of háð aðila, t. d. starfsmaður eða skuldunautur, náin vinátta eða svarinn fjandskapur ríki þeirra á milli o. s. frv. 1 4. gr. 2. mgr. er sérstaklega tekið fram, að stjórnvald víki ekki sæti í máli, sé þess augljóslega ekki þörf. Það væri líka óþarfa form- festa að skylda stjórnvöld jafnan til að láta af meðferð mála, þegar 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.