Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 38
vera skrifleg — auk þess sem tilskilið er, að fram komi, hver sú ákvörðun sé, er kærandi vilji fá breytt. Aðrar kröfur um form kæru eru ekki gerðar í FL. Kæra á að hafa borist æðri stjórnsýsluhafa innan þriggja vikna frá þeim degi, er efni ákvörðunar var birt þeim, sem hlut á — eða eiga — að máli, sbr. 12. gr. 2. mgr. Kærufrestur reiknast því ekki frá þeim degi, er kærandi fékk í raun og veru vitneskju um ákvörðun, heldur frá birtingardegi. Stjórnarathöfn á sérstaklega að tilkynna þeim, sem í hlut á. Stjórnvaldsfyrirmæli skal aftur á móti að jafnaði auglýsa opinberlega, og er upphaf kærufrests miðað við síðustu birt- ingu slíkrar auglýsingar, hafi hún birst oftar en einu sinni. Kæru, sem ekki berst fyrir lok kærufrests, verður almennt ekki sinnt, sbr. 12. gr. 3. mgr. Það gæti komið fyrir, að kæra bærist í tæka tíð, en öðru stjórnvaldi eða stjórnsýsludómstól en þeim rétta. Færi svo, yrði kæran því aðeins tekin til greina, að hún bærist því stjórn- valdi, er tekið hefði hina kærðu ákvörðun, sbr. 12. gr. 3. mgr. i.f. 1 sænskum lögum er ekki að finna einhlítt svar við þeirri spurningu, hvort kæra hafi það í för með sér, að stjórnvaldsákvörðun komi ekki til framkvæmda að sinni. Og sama virðist vera uppi á teningnum í ólögákveðnum tilvikum. Af því verður dregin sú ályktun, að vissar ákvarðanir stjórnvalda komi til framkvæmda, þótt þær hafi verið kærð- ar. Slíkt gæti hins vegar valdið kæranda tjóni, sem erfitt eða ógerlegt væri að bæta, yrði ákvörðuninni breytt eða hún felld niður. Til að forða svo afdrifaríkum afleiðingum ákvörðunar, sem e. t. v. er á veik- um grunni reist, er því stjórnvaldi, sem fjallar um kæru, veitt heimild til að fresta því, að hin kærða ákvörðun komi til framkvæmda, uns gengið hefur verið úr skugga um réttmæti hennar, sbr. 13. gr. 2.3. Sérstök ákvæði. 2.3.1. I Svíþjóð er sú regla í heiðri höfð, að málsaðila sé að jafnaði gefinn kostur á að gæta í hvívetna hagsmuna sinna við meðferð máls hjá stjórnvaldi. Forsenda þess er, að hann viti um hvað mál hans snýst, fái aðgang að gögnum þess og tækifæri til að tjá sig um málsefni, áður en ákvörðun er tekin. 14. gr. FL fjallar þannig um rétt aðila til að kynna sér málsgögn og 15. gr. laganna um skyldu stjórnvalds til að láta hann vita, hvað fram hafi komið í málinu, og gefa honum jafn- framt tækifæri til að láta í ljós álit á því. Skv. 14. gr. 1. mgr. getur aðili almennt krafist þess að fá aðgang að öllum þeim gögnum, er mál hans varða. Ákvæðið er svo víðtækt, að undir það falla hvers kyns gögn, þ. á m. munnlegar sem skriflegar 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.